Ólíðandi kynjamisrétti Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 12. nóvember 2019 12:30 Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. Þátttaka karla við heimilisstörf og umönnun barna hefur því miður ekki aukist að sama skapi. Stytting á vinnutíma er lykilþáttur í að leiðrétta þessa stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að auka líkur á að lífið verði fjölskylduvænna. Sjúkraliðafélag Íslands hefur árum saman beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar og litið til þess að jafna þurfi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í niðurstöðum þeirra má sjá að konur bera þungan af heimilishaldi, og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Þá hafa kannanir verið gerðar um ástæðu þess að konur og karlar vinna hlutastörf. Algengast er að konur vinna hlutastörf vegna þeirrar ábyrgðar sem þær taka á fjölskyldunni, en enginn karlmaður nefndi þá ástæðu. Almennt séð velja karlar að vinna hlutastörf vegna menntunar, eigin heilsu eða annarra þátta. Í þessu sambandi er rétt að benda á að um 80% sjúkraliða vinna hlutastarf að jafnaði í 75% stöðu, sem ræðst af því að vinnan sjálf er krefjandi og af fjölskylduábyrgðinni. Samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB sem sett var af stað vorið 2017 kemur fram að styttri vinnutími hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf. Konur upplifðu meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs og meiri stuðning frá vinnufélögum en karlar. Eins upplifðu þær minni hlutverkarugling og meiri starfsánægju en karlar. Bæði kynin upplifðu hins vegar minna starfsálag. Þá voru einnig gerðar hagrænar mælingar þar sem litið var til veikindafjarvista, yfirvinnu, skilvirkni og árangurs. Í ljós kom að stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á árangur og skilvirkni starfseminnar. Það er þekkt að fyrirkomulag vinnutíma er mikilvæg forsenda þess til að jafna aðkomu kynjanna að fjölskyldulífi og þátttöku á atvinnumarkaði. Stytting vinnuvikunnar leiðir til þess að konur fari síður í hlutastörf og að karlar taki meiri ábyrgð á fjölskyldulífi. Þannig getum við stuðlað að jafnari skiptingu ábyrgðar á launuðum sem ólaunuðum störfum og leiðrétt þetta ólíðandi kynjamisrétti á vinnumarkaði.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. Þátttaka karla við heimilisstörf og umönnun barna hefur því miður ekki aukist að sama skapi. Stytting á vinnutíma er lykilþáttur í að leiðrétta þessa stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að auka líkur á að lífið verði fjölskylduvænna. Sjúkraliðafélag Íslands hefur árum saman beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar og litið til þess að jafna þurfi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í niðurstöðum þeirra má sjá að konur bera þungan af heimilishaldi, og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Þá hafa kannanir verið gerðar um ástæðu þess að konur og karlar vinna hlutastörf. Algengast er að konur vinna hlutastörf vegna þeirrar ábyrgðar sem þær taka á fjölskyldunni, en enginn karlmaður nefndi þá ástæðu. Almennt séð velja karlar að vinna hlutastörf vegna menntunar, eigin heilsu eða annarra þátta. Í þessu sambandi er rétt að benda á að um 80% sjúkraliða vinna hlutastarf að jafnaði í 75% stöðu, sem ræðst af því að vinnan sjálf er krefjandi og af fjölskylduábyrgðinni. Samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB sem sett var af stað vorið 2017 kemur fram að styttri vinnutími hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf. Konur upplifðu meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs og meiri stuðning frá vinnufélögum en karlar. Eins upplifðu þær minni hlutverkarugling og meiri starfsánægju en karlar. Bæði kynin upplifðu hins vegar minna starfsálag. Þá voru einnig gerðar hagrænar mælingar þar sem litið var til veikindafjarvista, yfirvinnu, skilvirkni og árangurs. Í ljós kom að stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á árangur og skilvirkni starfseminnar. Það er þekkt að fyrirkomulag vinnutíma er mikilvæg forsenda þess til að jafna aðkomu kynjanna að fjölskyldulífi og þátttöku á atvinnumarkaði. Stytting vinnuvikunnar leiðir til þess að konur fari síður í hlutastörf og að karlar taki meiri ábyrgð á fjölskyldulífi. Þannig getum við stuðlað að jafnari skiptingu ábyrgðar á launuðum sem ólaunuðum störfum og leiðrétt þetta ólíðandi kynjamisrétti á vinnumarkaði.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar