Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2019 12:46 Hemili Baha Abu al-Ata sem ráðinn var af dögum í nótt. EPA/MOHAMMED SABER Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44