Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt.
Talið er að allt í allt hafi tólf Palestínumenn fallið í átökum síðustu daga. Ísraelski herinn segir að frá Gasa hafi 250 eldflaugum verið skotið á Ísrael síðustu daga en átökin hófust eftir að Ísraelar réðu háttsettann meðlim PIJ samtakanna á Gasa af dögum í loftárás.
Skólar í Ísrael í grennd við landamærin að Gasa hafa verið lokaðir og þeir verða það áfram, að minnsta kosti í dag.

