Vitund um umhverfi stækkar kolefnisspor frá flugferðum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. nóvember 2019 07:30 Skoðað var hvernig kolefnisfótspor dreifist. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“