Lýsa yfir neyðarástandi vegna flóðanna í Feneyjum Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2019 14:07 Ferðakona fleytir ferðatöskunni sinni á Markúsartorgi í Feneyjum á miðvikudag. Torgið er einn lægsti punktur borgarinnar og því hafa flóðin verið sérstaklega slæm þar. AP/Luca Bruno Ítölsk stjórnvöld eru sögð ætla að lýsa yfir neyðarástandi í Feneyjum vegna flóðanna þar. Meira en 80% borgarinnar fer nú undir vatn á háflóði og fjöldi íbúa án rafmagns vegna þess. Borgarstjórinn hefur kennt loftslagsbreytingum af völdum manna um háa sjávarstöðu og óttast varanlegar skemmdir á borginni sögufrægu. Vatnshæðin hefur náð 1.87 metrum í Feneyjum undanfarna daga og flætt hefur inn í Markúsarkirkju. Áfram er varað við mikilli vatnshæð en hún á þó ekki að verða meiri en 1.30 metrar yfir sjávarmáli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Guiseppe Conte, forsætisráðherra, segir flóðin mikið áfall og að ríkisstjórnin ætli að grípa snögglega til aðgerða til að leggja fram fé og efni til að borða menningarminjum sem borgin er þekkt fyrir. „Það tekur á að sjá borgina svo skemmda og menningararfleið hennar í hættu,“ segir Conte sem er sagður ætla að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja, segir að Markúsarkirkjan hafi orðið fyrir alvarlegum skemmdum. Hún er á einum lægsta punkti borgarinnar og hafa flóðin valdið sérstaklega miklum usla þar. Grafhýsi undir kirkjunni fylltist alveg af vatni og óttast er að súlur í kirkjunni hafi orðið fyrir skemmdum. Borgin stendur á fleiri en hundrað eyjum í lóni við norðausturströnd Ítalíu og þar verða reglulega flóð. Flóðin nú eru þó ein þau mestu frá því að skipulagðar mælingar hófust. Vatnshæðin hefur aðeins einu sinni mælst hærri, árið 1966 þegar hún náði 1.94 metrum. Flóðin nú eru rakin til mikils stórstreymis og veðuraðstæðna á Adríahafi. Brugnaro hefur sagt loftslagsbreytingar af völdum manna leika hlutverk í flóðunum. Með hlýnandi loftslagi og bráðnun jökla hefur sjávarstaða á jörðinni hækkað. Ítalía Loftslagsmál Tengdar fréttir Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld eru sögð ætla að lýsa yfir neyðarástandi í Feneyjum vegna flóðanna þar. Meira en 80% borgarinnar fer nú undir vatn á háflóði og fjöldi íbúa án rafmagns vegna þess. Borgarstjórinn hefur kennt loftslagsbreytingum af völdum manna um háa sjávarstöðu og óttast varanlegar skemmdir á borginni sögufrægu. Vatnshæðin hefur náð 1.87 metrum í Feneyjum undanfarna daga og flætt hefur inn í Markúsarkirkju. Áfram er varað við mikilli vatnshæð en hún á þó ekki að verða meiri en 1.30 metrar yfir sjávarmáli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Guiseppe Conte, forsætisráðherra, segir flóðin mikið áfall og að ríkisstjórnin ætli að grípa snögglega til aðgerða til að leggja fram fé og efni til að borða menningarminjum sem borgin er þekkt fyrir. „Það tekur á að sjá borgina svo skemmda og menningararfleið hennar í hættu,“ segir Conte sem er sagður ætla að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja, segir að Markúsarkirkjan hafi orðið fyrir alvarlegum skemmdum. Hún er á einum lægsta punkti borgarinnar og hafa flóðin valdið sérstaklega miklum usla þar. Grafhýsi undir kirkjunni fylltist alveg af vatni og óttast er að súlur í kirkjunni hafi orðið fyrir skemmdum. Borgin stendur á fleiri en hundrað eyjum í lóni við norðausturströnd Ítalíu og þar verða reglulega flóð. Flóðin nú eru þó ein þau mestu frá því að skipulagðar mælingar hófust. Vatnshæðin hefur aðeins einu sinni mælst hærri, árið 1966 þegar hún náði 1.94 metrum. Flóðin nú eru rakin til mikils stórstreymis og veðuraðstæðna á Adríahafi. Brugnaro hefur sagt loftslagsbreytingar af völdum manna leika hlutverk í flóðunum. Með hlýnandi loftslagi og bráðnun jökla hefur sjávarstaða á jörðinni hækkað.
Ítalía Loftslagsmál Tengdar fréttir Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49