Þörf á gagnsæi Davíð Stefánsson skrifar 16. nóvember 2019 11:00 Flestum var brugðið við frétt vikunnar um Samherjamálið. Málið hverfist um viðamikinn gagnaleka og uppljóstrun fyrrverandi starfsmanns félagsins um greiðslur hundraða milljóna í mútur til erlendra ráðamanna fyrir aðgang að þarlendum fiskveiðikvótum. Starfsmaðurinn sagði sig og fyrirtækið hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi til að græða á auðlindum fátæks lands og mergsjúga fjármuni þaðan. Það eru mjög alvarlegar ásakanir. Allt frá árinu 1998 hefur verið saknæmt að bera mútur á erlenda opinbera starfsmenn og lögsaga í slíkum málum er víðtæk. Viðurlög eru hörð við mútubrotum Flestir hljóta að vera sammála því að Samherjamálið sæti ítarlegri skoðun þar til bærra yfirvalda. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Málið er komið til rannsóknar héraðssaksóknara og nauðsynlegt að hann fái ráðrúm og fjármuni til ítarlegrar rannsóknar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið í forystu í þekkingaruppbyggingu víða um heim. Útflutningur kraftmikilla fyrirtækja í útvegi og tækniþjónustu sjávarútvegs hefur ekki einungis leitt lífskjör hér heldur víðar. Þessi útflutningur hvílir á góðum samskiptum. Þau hvíla á trúverðugleika og trausti. Þessir atburðir og umfjöllun um þá á innlendum sem erlendum vettvangi hljóta að vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt athafnalíf. Heiðarleiki, traust og gott orðspor er mikilvæg auðlind, ekki síður en orka landsins eða fiskimið. Mikilvægt er að Íslendingar skynji ábyrgð sína sem forystuþjóð í sjávarútvegi og leiti allra leiða til að svona atburðir endurtaki sig ekki. Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði felur í sér leiðarljós gagnsæis, aga og ríkar kröfur um vandaða starfshætti. Þá getur skráning aukið kröfur um fjárhagsupplýsingar, skýrt betur hagsmunatengsl og bætt þannig eftirlit. Það er skynsamlegt – og líklegra til samfélagssáttar og betri starfshátta – að fyrirtæki sem sýsla með stærstu auðlindir þjóðarinnar og geta haft mikil áhrif á orðspor hennar, skoði dreifða eignaraðild og skráningu á hlutabréfamarkaði. Í stað krafna um frystingu fyrirtækjaeigna og upphrópana um spillingu og ógagnsæi ættu menn að hvetja til þess að leið markaðarins sé nýtt til að skapa meira traust og setja fyrirtæki sem þessi á markað. Það færi betur á því að atvinnulífið tæki þannig frumkvæði fremur en að löggjafinn neyði menn til betri starfshátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Flestum var brugðið við frétt vikunnar um Samherjamálið. Málið hverfist um viðamikinn gagnaleka og uppljóstrun fyrrverandi starfsmanns félagsins um greiðslur hundraða milljóna í mútur til erlendra ráðamanna fyrir aðgang að þarlendum fiskveiðikvótum. Starfsmaðurinn sagði sig og fyrirtækið hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi til að græða á auðlindum fátæks lands og mergsjúga fjármuni þaðan. Það eru mjög alvarlegar ásakanir. Allt frá árinu 1998 hefur verið saknæmt að bera mútur á erlenda opinbera starfsmenn og lögsaga í slíkum málum er víðtæk. Viðurlög eru hörð við mútubrotum Flestir hljóta að vera sammála því að Samherjamálið sæti ítarlegri skoðun þar til bærra yfirvalda. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Málið er komið til rannsóknar héraðssaksóknara og nauðsynlegt að hann fái ráðrúm og fjármuni til ítarlegrar rannsóknar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið í forystu í þekkingaruppbyggingu víða um heim. Útflutningur kraftmikilla fyrirtækja í útvegi og tækniþjónustu sjávarútvegs hefur ekki einungis leitt lífskjör hér heldur víðar. Þessi útflutningur hvílir á góðum samskiptum. Þau hvíla á trúverðugleika og trausti. Þessir atburðir og umfjöllun um þá á innlendum sem erlendum vettvangi hljóta að vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt athafnalíf. Heiðarleiki, traust og gott orðspor er mikilvæg auðlind, ekki síður en orka landsins eða fiskimið. Mikilvægt er að Íslendingar skynji ábyrgð sína sem forystuþjóð í sjávarútvegi og leiti allra leiða til að svona atburðir endurtaki sig ekki. Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði felur í sér leiðarljós gagnsæis, aga og ríkar kröfur um vandaða starfshætti. Þá getur skráning aukið kröfur um fjárhagsupplýsingar, skýrt betur hagsmunatengsl og bætt þannig eftirlit. Það er skynsamlegt – og líklegra til samfélagssáttar og betri starfshátta – að fyrirtæki sem sýsla með stærstu auðlindir þjóðarinnar og geta haft mikil áhrif á orðspor hennar, skoði dreifða eignaraðild og skráningu á hlutabréfamarkaði. Í stað krafna um frystingu fyrirtækjaeigna og upphrópana um spillingu og ógagnsæi ættu menn að hvetja til þess að leið markaðarins sé nýtt til að skapa meira traust og setja fyrirtæki sem þessi á markað. Það færi betur á því að atvinnulífið tæki þannig frumkvæði fremur en að löggjafinn neyði menn til betri starfshátta.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun