Þörf á gagnsæi Davíð Stefánsson skrifar 16. nóvember 2019 11:00 Flestum var brugðið við frétt vikunnar um Samherjamálið. Málið hverfist um viðamikinn gagnaleka og uppljóstrun fyrrverandi starfsmanns félagsins um greiðslur hundraða milljóna í mútur til erlendra ráðamanna fyrir aðgang að þarlendum fiskveiðikvótum. Starfsmaðurinn sagði sig og fyrirtækið hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi til að græða á auðlindum fátæks lands og mergsjúga fjármuni þaðan. Það eru mjög alvarlegar ásakanir. Allt frá árinu 1998 hefur verið saknæmt að bera mútur á erlenda opinbera starfsmenn og lögsaga í slíkum málum er víðtæk. Viðurlög eru hörð við mútubrotum Flestir hljóta að vera sammála því að Samherjamálið sæti ítarlegri skoðun þar til bærra yfirvalda. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Málið er komið til rannsóknar héraðssaksóknara og nauðsynlegt að hann fái ráðrúm og fjármuni til ítarlegrar rannsóknar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið í forystu í þekkingaruppbyggingu víða um heim. Útflutningur kraftmikilla fyrirtækja í útvegi og tækniþjónustu sjávarútvegs hefur ekki einungis leitt lífskjör hér heldur víðar. Þessi útflutningur hvílir á góðum samskiptum. Þau hvíla á trúverðugleika og trausti. Þessir atburðir og umfjöllun um þá á innlendum sem erlendum vettvangi hljóta að vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt athafnalíf. Heiðarleiki, traust og gott orðspor er mikilvæg auðlind, ekki síður en orka landsins eða fiskimið. Mikilvægt er að Íslendingar skynji ábyrgð sína sem forystuþjóð í sjávarútvegi og leiti allra leiða til að svona atburðir endurtaki sig ekki. Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði felur í sér leiðarljós gagnsæis, aga og ríkar kröfur um vandaða starfshætti. Þá getur skráning aukið kröfur um fjárhagsupplýsingar, skýrt betur hagsmunatengsl og bætt þannig eftirlit. Það er skynsamlegt – og líklegra til samfélagssáttar og betri starfshátta – að fyrirtæki sem sýsla með stærstu auðlindir þjóðarinnar og geta haft mikil áhrif á orðspor hennar, skoði dreifða eignaraðild og skráningu á hlutabréfamarkaði. Í stað krafna um frystingu fyrirtækjaeigna og upphrópana um spillingu og ógagnsæi ættu menn að hvetja til þess að leið markaðarins sé nýtt til að skapa meira traust og setja fyrirtæki sem þessi á markað. Það færi betur á því að atvinnulífið tæki þannig frumkvæði fremur en að löggjafinn neyði menn til betri starfshátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flestum var brugðið við frétt vikunnar um Samherjamálið. Málið hverfist um viðamikinn gagnaleka og uppljóstrun fyrrverandi starfsmanns félagsins um greiðslur hundraða milljóna í mútur til erlendra ráðamanna fyrir aðgang að þarlendum fiskveiðikvótum. Starfsmaðurinn sagði sig og fyrirtækið hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi til að græða á auðlindum fátæks lands og mergsjúga fjármuni þaðan. Það eru mjög alvarlegar ásakanir. Allt frá árinu 1998 hefur verið saknæmt að bera mútur á erlenda opinbera starfsmenn og lögsaga í slíkum málum er víðtæk. Viðurlög eru hörð við mútubrotum Flestir hljóta að vera sammála því að Samherjamálið sæti ítarlegri skoðun þar til bærra yfirvalda. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Málið er komið til rannsóknar héraðssaksóknara og nauðsynlegt að hann fái ráðrúm og fjármuni til ítarlegrar rannsóknar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið í forystu í þekkingaruppbyggingu víða um heim. Útflutningur kraftmikilla fyrirtækja í útvegi og tækniþjónustu sjávarútvegs hefur ekki einungis leitt lífskjör hér heldur víðar. Þessi útflutningur hvílir á góðum samskiptum. Þau hvíla á trúverðugleika og trausti. Þessir atburðir og umfjöllun um þá á innlendum sem erlendum vettvangi hljóta að vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt athafnalíf. Heiðarleiki, traust og gott orðspor er mikilvæg auðlind, ekki síður en orka landsins eða fiskimið. Mikilvægt er að Íslendingar skynji ábyrgð sína sem forystuþjóð í sjávarútvegi og leiti allra leiða til að svona atburðir endurtaki sig ekki. Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði felur í sér leiðarljós gagnsæis, aga og ríkar kröfur um vandaða starfshætti. Þá getur skráning aukið kröfur um fjárhagsupplýsingar, skýrt betur hagsmunatengsl og bætt þannig eftirlit. Það er skynsamlegt – og líklegra til samfélagssáttar og betri starfshátta – að fyrirtæki sem sýsla með stærstu auðlindir þjóðarinnar og geta haft mikil áhrif á orðspor hennar, skoði dreifða eignaraðild og skráningu á hlutabréfamarkaði. Í stað krafna um frystingu fyrirtækjaeigna og upphrópana um spillingu og ógagnsæi ættu menn að hvetja til þess að leið markaðarins sé nýtt til að skapa meira traust og setja fyrirtæki sem þessi á markað. Það færi betur á því að atvinnulífið tæki þannig frumkvæði fremur en að löggjafinn neyði menn til betri starfshátta.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun