Hvað gerum við nú? Lárus S. Lárusson skrifar 17. nóvember 2019 18:37 Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun