„Menn náðu að halda ró sinni“ Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2019 10:23 Rútan endaði úti í miðri Hólsá. Landsbjörg Verið er að hlúa að farþegunum, sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. „Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna.“ Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. Alls voru 23 farþegar um borð, en rútan hafnaði í miðri Hólsá. „Það virðist vera að rútan hafi farið út af veginum og endað úti í á. Ég er svo sem ekki með neinar upplýsingar um hvernig það atvikaðist en það er hvasst, mjög hvasst, á þessum slóðum og gul viðvörun í gangi. Veðrið er slæmt. En þetta fór allt saman vel. Það voru 23 í rútunni og það sakaði engan þarna. Þau voru úti í miðri á og það þurfti bíla til að ferja mannskapinn í land og þau voru flutt öll í fjöldahjálparstöð sem að Rauði krossinn setti upp í Heimalandi,“ segir Davíð Már.Og það er verið að hlúa að þeim þar?„Þar er verið að hlúa að þeim og það eru allir komnir þangað. Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna. Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að erlendir ferðamenn hafi verið í umræddri rútu. Hann var þó ekki með upplýsingar um þjóðerni þeirra. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Verið er að hlúa að farþegunum, sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. „Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna.“ Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. Alls voru 23 farþegar um borð, en rútan hafnaði í miðri Hólsá. „Það virðist vera að rútan hafi farið út af veginum og endað úti í á. Ég er svo sem ekki með neinar upplýsingar um hvernig það atvikaðist en það er hvasst, mjög hvasst, á þessum slóðum og gul viðvörun í gangi. Veðrið er slæmt. En þetta fór allt saman vel. Það voru 23 í rútunni og það sakaði engan þarna. Þau voru úti í miðri á og það þurfti bíla til að ferja mannskapinn í land og þau voru flutt öll í fjöldahjálparstöð sem að Rauði krossinn setti upp í Heimalandi,“ segir Davíð Már.Og það er verið að hlúa að þeim þar?„Þar er verið að hlúa að þeim og það eru allir komnir þangað. Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna. Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að erlendir ferðamenn hafi verið í umræddri rútu. Hann var þó ekki með upplýsingar um þjóðerni þeirra.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13