„Menn náðu að halda ró sinni“ Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2019 10:23 Rútan endaði úti í miðri Hólsá. Landsbjörg Verið er að hlúa að farþegunum, sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. „Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna.“ Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. Alls voru 23 farþegar um borð, en rútan hafnaði í miðri Hólsá. „Það virðist vera að rútan hafi farið út af veginum og endað úti í á. Ég er svo sem ekki með neinar upplýsingar um hvernig það atvikaðist en það er hvasst, mjög hvasst, á þessum slóðum og gul viðvörun í gangi. Veðrið er slæmt. En þetta fór allt saman vel. Það voru 23 í rútunni og það sakaði engan þarna. Þau voru úti í miðri á og það þurfti bíla til að ferja mannskapinn í land og þau voru flutt öll í fjöldahjálparstöð sem að Rauði krossinn setti upp í Heimalandi,“ segir Davíð Már.Og það er verið að hlúa að þeim þar?„Þar er verið að hlúa að þeim og það eru allir komnir þangað. Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna. Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að erlendir ferðamenn hafi verið í umræddri rútu. Hann var þó ekki með upplýsingar um þjóðerni þeirra. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Verið er að hlúa að farþegunum, sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. „Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna.“ Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. Alls voru 23 farþegar um borð, en rútan hafnaði í miðri Hólsá. „Það virðist vera að rútan hafi farið út af veginum og endað úti í á. Ég er svo sem ekki með neinar upplýsingar um hvernig það atvikaðist en það er hvasst, mjög hvasst, á þessum slóðum og gul viðvörun í gangi. Veðrið er slæmt. En þetta fór allt saman vel. Það voru 23 í rútunni og það sakaði engan þarna. Þau voru úti í miðri á og það þurfti bíla til að ferja mannskapinn í land og þau voru flutt öll í fjöldahjálparstöð sem að Rauði krossinn setti upp í Heimalandi,“ segir Davíð Már.Og það er verið að hlúa að þeim þar?„Þar er verið að hlúa að þeim og það eru allir komnir þangað. Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna. Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að erlendir ferðamenn hafi verið í umræddri rútu. Hann var þó ekki með upplýsingar um þjóðerni þeirra.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13