Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2019 21:35 Vindur fór í allt að 40 m/s í verstu hviðum. Sjúkraflutningamennirnir sem fuku lentu á lögreglubíl og vegriði Vísir/Jóhann K Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í morgun. Hermann Marínó Maggýjarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að bæði hafi þurft aðhlynningu læknis eftir byltuna og í ljós hafi komið að annað þeirra hafði fengið vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökla. Hinn var allur lemstraður og með skurð á fæti.Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Hefði verið erfitt að vinna á vettvangi ef rútan hefði oltið og farþegar hefðu slasast Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu skömmu eftir klukkan átta í morgun um að stór rúta hefði farið út af Suðurlandsvegi, nærri Hafurshól, og endað úti í á. Fjölmennt björgunarlið var sent á vettvang, bæði lögregla og björgunarsveitir auk sjúkraflutningamanna. Hermann segir að fljótlega hafi komið í ljós að enginn væri slasaður og að til allrar lukku hafi rútan haldist á hjólunum þegar hún fór út af. Um borð hafi verið tuttugu og þrír. Hermann segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef rútan hefði til dæmis oltið og að viðbragðsaðilar hefðu þurft að sinna mörgum slösuðum í veðurhamnum sem þarna geisaði.Vindurinn tók sjúkraflutningamennina þónokkra leið. Þeir lentu annars vegar á lögreglubíl og hins vegar á vegriði þannig að þeir slösuðust.Vísir/Jóhann K.Aðstæður gjörbreyttust eins og hendi væri veifað - Sjúkraflutningamennirnir verða frá vinnu Á myndbandi sem fréttastofan hefur undir höndum má sjá þegar sjúkraflutningamennirnir standa á veginum. Á þeim tímapunkti er engin hætta á ferðum. Svo, eins og hendi sé veifað, kemur öflug vindhviða og hrífur fólkið með sér. Það berst þónokkurn spöl og lendir á lögreglubíl og vegriði sem er við veginn. Hermann segir að báðir sjúkraflutningamennirnir muni verða frá vinnu vegna slyssins og ekki ljóst að svo stöddu hvenær þau geta snúið til baka. Hann segir að öryggisbúnaður og öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna hafi átt þátt í því að ekki fór verr. Hann segir alla viðbragðsaðila meðvitaða um að hugsa fyrst og fremst um eigið öryggi við vinnu sína. Sjúkraflutningamennirnir voru báðir með hjálma sem skemmdust við höggið þegar fólkið lenti í jörðinni. Hann segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geti skapast á vettvangi slysa.Frá vettvangi slyssins í morgun.LandsbjörgAðvörun um varhugaverðar aðstæður ekki fylgt Aðspurður segir Hermann flesta ferðaþjónustuaðila fara eftir því þegar Veðurstofan gefur út veðurviðvaranir. Þegar slysið varð var gul veðurviðvörun í gildi. Hermann segir veðrið hafa verið snarvitlaust og að vindur hafi farið upp í 40 m/s í verstu hviðum. Björgunarsveitir Lögreglumál Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn. 19. nóvember 2019 07:18 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í morgun. Hermann Marínó Maggýjarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að bæði hafi þurft aðhlynningu læknis eftir byltuna og í ljós hafi komið að annað þeirra hafði fengið vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökla. Hinn var allur lemstraður og með skurð á fæti.Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Hefði verið erfitt að vinna á vettvangi ef rútan hefði oltið og farþegar hefðu slasast Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu skömmu eftir klukkan átta í morgun um að stór rúta hefði farið út af Suðurlandsvegi, nærri Hafurshól, og endað úti í á. Fjölmennt björgunarlið var sent á vettvang, bæði lögregla og björgunarsveitir auk sjúkraflutningamanna. Hermann segir að fljótlega hafi komið í ljós að enginn væri slasaður og að til allrar lukku hafi rútan haldist á hjólunum þegar hún fór út af. Um borð hafi verið tuttugu og þrír. Hermann segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef rútan hefði til dæmis oltið og að viðbragðsaðilar hefðu þurft að sinna mörgum slösuðum í veðurhamnum sem þarna geisaði.Vindurinn tók sjúkraflutningamennina þónokkra leið. Þeir lentu annars vegar á lögreglubíl og hins vegar á vegriði þannig að þeir slösuðust.Vísir/Jóhann K.Aðstæður gjörbreyttust eins og hendi væri veifað - Sjúkraflutningamennirnir verða frá vinnu Á myndbandi sem fréttastofan hefur undir höndum má sjá þegar sjúkraflutningamennirnir standa á veginum. Á þeim tímapunkti er engin hætta á ferðum. Svo, eins og hendi sé veifað, kemur öflug vindhviða og hrífur fólkið með sér. Það berst þónokkurn spöl og lendir á lögreglubíl og vegriði sem er við veginn. Hermann segir að báðir sjúkraflutningamennirnir muni verða frá vinnu vegna slyssins og ekki ljóst að svo stöddu hvenær þau geta snúið til baka. Hann segir að öryggisbúnaður og öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna hafi átt þátt í því að ekki fór verr. Hann segir alla viðbragðsaðila meðvitaða um að hugsa fyrst og fremst um eigið öryggi við vinnu sína. Sjúkraflutningamennirnir voru báðir með hjálma sem skemmdust við höggið þegar fólkið lenti í jörðinni. Hann segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geti skapast á vettvangi slysa.Frá vettvangi slyssins í morgun.LandsbjörgAðvörun um varhugaverðar aðstæður ekki fylgt Aðspurður segir Hermann flesta ferðaþjónustuaðila fara eftir því þegar Veðurstofan gefur út veðurviðvaranir. Þegar slysið varð var gul veðurviðvörun í gildi. Hermann segir veðrið hafa verið snarvitlaust og að vindur hafi farið upp í 40 m/s í verstu hviðum.
Björgunarsveitir Lögreglumál Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn. 19. nóvember 2019 07:18 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
„Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23
Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn. 19. nóvember 2019 07:18
Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13