Arsenal kastaði frá sér sigrinum | Nýliðarnir upp í 6. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2019 17:00 Özil fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal í dag. vísir/getty Arsenal og Wolves skildu jöfn, 1-1, á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal, sem hefur ekki unnið í þremur deildarleikjum í röð, er í 5. sæti með 17 stig. Wolves er í 11. sætinu með 13 stig. Pierre-Emerick Aubameyang kom Skyttunum yfir á 21. mínútu með sínu fimmtugasta marki fyrir Arsenal. Raúl Jiménez jafnaði fyrir Úlfana á 76. mínútu og þar við sat. Lokatölur 1-1. Nýliðar Sheffield United komust upp í 6. sæti deildarinnar með 3-0 sigri á Burnley á Bramall Lane. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Sheffield United kláraði leikinn í fyrri hálfleik. John Lundstram skoraði þá tvö mörk og John Fleck eitt. Lys Mousset lagði öll þrjú mörkin upp. Newcastle United vann góðan útisigur á West Ham United, 2-3. Með sigrinum komst Newcastle upp úr fallsæti. Ciaran Clark, Federico Fernández og Jonjo Shelvey skoruðu mörk Newcastle í leiknum. Fabián Balbuena og Robert Snodgrass skoruðu mörk West Ham sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð. Þá vann Brighton Norwich City, 2-0, á heimavelli. Leandro Trossard og Shane Duffy skoruðu mörk Mávanna í seinni hálfleik. Brighton, sem hefur unnið tvo leiki í röð, er í 8. sæti deildarinnar. Norwich er í því nítjánda og næstneðsta.Úrslit dagsins:Bournemouth 1-0 Man. UtdAston Villa 1-2 LiverpoolMan. City 2-1 Southampton Arsenal 1-1 Wolves Sheffield United 3-0 Burnley West Ham 2-3 Newcastle Brighton 2-0 Norwich Enski boltinn Tengdar fréttir Walker hetja City gegn Southampton Manchester City þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn Southampton. 2. nóvember 2019 16:45 King tryggði Bournemouth sigur á United Eftir gott gengi að undanförnu skellti Bournemouth Manchester United niður á jörðina. 2. nóvember 2019 14:15 Dramatískt sigurmark Mane á Villa Park Sadio Mane tryggði Liverpool dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. 2. nóvember 2019 17:00
Arsenal og Wolves skildu jöfn, 1-1, á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal, sem hefur ekki unnið í þremur deildarleikjum í röð, er í 5. sæti með 17 stig. Wolves er í 11. sætinu með 13 stig. Pierre-Emerick Aubameyang kom Skyttunum yfir á 21. mínútu með sínu fimmtugasta marki fyrir Arsenal. Raúl Jiménez jafnaði fyrir Úlfana á 76. mínútu og þar við sat. Lokatölur 1-1. Nýliðar Sheffield United komust upp í 6. sæti deildarinnar með 3-0 sigri á Burnley á Bramall Lane. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Sheffield United kláraði leikinn í fyrri hálfleik. John Lundstram skoraði þá tvö mörk og John Fleck eitt. Lys Mousset lagði öll þrjú mörkin upp. Newcastle United vann góðan útisigur á West Ham United, 2-3. Með sigrinum komst Newcastle upp úr fallsæti. Ciaran Clark, Federico Fernández og Jonjo Shelvey skoruðu mörk Newcastle í leiknum. Fabián Balbuena og Robert Snodgrass skoruðu mörk West Ham sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð. Þá vann Brighton Norwich City, 2-0, á heimavelli. Leandro Trossard og Shane Duffy skoruðu mörk Mávanna í seinni hálfleik. Brighton, sem hefur unnið tvo leiki í röð, er í 8. sæti deildarinnar. Norwich er í því nítjánda og næstneðsta.Úrslit dagsins:Bournemouth 1-0 Man. UtdAston Villa 1-2 LiverpoolMan. City 2-1 Southampton Arsenal 1-1 Wolves Sheffield United 3-0 Burnley West Ham 2-3 Newcastle Brighton 2-0 Norwich
Enski boltinn Tengdar fréttir Walker hetja City gegn Southampton Manchester City þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn Southampton. 2. nóvember 2019 16:45 King tryggði Bournemouth sigur á United Eftir gott gengi að undanförnu skellti Bournemouth Manchester United niður á jörðina. 2. nóvember 2019 14:15 Dramatískt sigurmark Mane á Villa Park Sadio Mane tryggði Liverpool dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. 2. nóvember 2019 17:00
Walker hetja City gegn Southampton Manchester City þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn Southampton. 2. nóvember 2019 16:45
King tryggði Bournemouth sigur á United Eftir gott gengi að undanförnu skellti Bournemouth Manchester United niður á jörðina. 2. nóvember 2019 14:15
Dramatískt sigurmark Mane á Villa Park Sadio Mane tryggði Liverpool dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. 2. nóvember 2019 17:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti