Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kusu nýverið að sameina sveitarfélögin. Niðurstaðan var afgerandi og þátttaka góð. Þetta er ánægjulegt fyrir margra hluta sakir. Íbúarnir geta nú sameinast um betri þjónustu og rödd þeirra verður sterkari. Þeir fagna sem vilja sjá landsbyggðina blómstra með sterkari sjálfbærari sveitarfélögum. Þau gegna lykilhlutverki með því að bjóða annan búsetuvalkost en Reykjavík eða jafnvel höfuðborgarsvæðið frá Hvítá í Borgarfirði til Hvítár í Árnessýslu. Það þarf líka að efla sveitarstjórnarstigið sem mikilvægan hluta íslensks lýðræðis og samfélagsþátttöku. Með öflugum sveitarfélögum getum við fært fleiri verkefni frá ríkinu þannig að þjónusta við fólk sé nálæg. Sú hugmyndafræði sem liggur að baki sameiningunni á Austfjörðum lýtur að sameiningu stjórnsýslu en ekki byggða. Þrátt fyrir aukna samvinnu byggðanna þurfa séreinkennin ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Áfram halda Seyðisfjörður og Egilsstaðir sínum sérkennum og sjálfsmynd. „Heimastjórnum“ verður komið á sem munu auka áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Með þetta í huga er sérstakt að ekkert heyrist af hugmyndum um sameiningu sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Byggð sem þarf nauðsynlega að efla samkennd og samstöðu íbúa til að gæta hagsmuna sinna betur. Í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til ársins 2024 er sagt að íbúar ættu að hætta „að beita gömlum meðulum í heimi sem breytist hratt“. Jafnframt verði að sporna við því „að gera sömu hlutina á tveimur stöðum“. Samt er sameining sveitarfélaganna ekki nefnd á nafn. Sameinaður Eyjafjörður auðveldar mönnum að standa saman að uppbyggingu atvinnu og þjónustu enda er svæðið eitt í þeim skilningi. Sameinað getur svæðið staðið vörð um eigin hagsmuni og síður verður gengið fram hjá því. Sameinað er Eyjafjarðarsvæðið og Akureyri sterkari búsetuvalkostur fyrir landsmenn. Ein Eyjafjarðarbyggð þýðir að hægt er að taka rökréttari ákvarðanir í skipulagsmálum sérstaklega þegar stærsta sveitarfélagið, Akureyri, skortir meira land. Aukin hagkvæmni í stjórnsýslu leiðir til sparnaðar sem má nýta til betri þjónustu og uppbyggingar innviða líkt og reyndin hefur verið í öðrum sameiningum. Og þótt það sé í raun aukaatriði, liðkar Jöfnunarsjóður sveitarfélaga til fyrir sameiningum sveitarfélaga. Það þýðir að á næstu sjö árum rynnu alls 1.649 milljónir króna til Eyjafjarðar til uppbyggingar, ásamt stuðningi við undirbúning sameiningar, kynningarmál og framkvæmd sameiningar. Að auki býður sjóðurinn sérstök framlög komi til skerðingar á jöfnunarframlögum í fjögur ár eftir sameiningu. Koma svo, Eyfirðingar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kusu nýverið að sameina sveitarfélögin. Niðurstaðan var afgerandi og þátttaka góð. Þetta er ánægjulegt fyrir margra hluta sakir. Íbúarnir geta nú sameinast um betri þjónustu og rödd þeirra verður sterkari. Þeir fagna sem vilja sjá landsbyggðina blómstra með sterkari sjálfbærari sveitarfélögum. Þau gegna lykilhlutverki með því að bjóða annan búsetuvalkost en Reykjavík eða jafnvel höfuðborgarsvæðið frá Hvítá í Borgarfirði til Hvítár í Árnessýslu. Það þarf líka að efla sveitarstjórnarstigið sem mikilvægan hluta íslensks lýðræðis og samfélagsþátttöku. Með öflugum sveitarfélögum getum við fært fleiri verkefni frá ríkinu þannig að þjónusta við fólk sé nálæg. Sú hugmyndafræði sem liggur að baki sameiningunni á Austfjörðum lýtur að sameiningu stjórnsýslu en ekki byggða. Þrátt fyrir aukna samvinnu byggðanna þurfa séreinkennin ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Áfram halda Seyðisfjörður og Egilsstaðir sínum sérkennum og sjálfsmynd. „Heimastjórnum“ verður komið á sem munu auka áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Með þetta í huga er sérstakt að ekkert heyrist af hugmyndum um sameiningu sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Byggð sem þarf nauðsynlega að efla samkennd og samstöðu íbúa til að gæta hagsmuna sinna betur. Í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til ársins 2024 er sagt að íbúar ættu að hætta „að beita gömlum meðulum í heimi sem breytist hratt“. Jafnframt verði að sporna við því „að gera sömu hlutina á tveimur stöðum“. Samt er sameining sveitarfélaganna ekki nefnd á nafn. Sameinaður Eyjafjörður auðveldar mönnum að standa saman að uppbyggingu atvinnu og þjónustu enda er svæðið eitt í þeim skilningi. Sameinað getur svæðið staðið vörð um eigin hagsmuni og síður verður gengið fram hjá því. Sameinað er Eyjafjarðarsvæðið og Akureyri sterkari búsetuvalkostur fyrir landsmenn. Ein Eyjafjarðarbyggð þýðir að hægt er að taka rökréttari ákvarðanir í skipulagsmálum sérstaklega þegar stærsta sveitarfélagið, Akureyri, skortir meira land. Aukin hagkvæmni í stjórnsýslu leiðir til sparnaðar sem má nýta til betri þjónustu og uppbyggingar innviða líkt og reyndin hefur verið í öðrum sameiningum. Og þótt það sé í raun aukaatriði, liðkar Jöfnunarsjóður sveitarfélaga til fyrir sameiningum sveitarfélaga. Það þýðir að á næstu sjö árum rynnu alls 1.649 milljónir króna til Eyjafjarðar til uppbyggingar, ásamt stuðningi við undirbúning sameiningar, kynningarmál og framkvæmd sameiningar. Að auki býður sjóðurinn sérstök framlög komi til skerðingar á jöfnunarframlögum í fjögur ár eftir sameiningu. Koma svo, Eyfirðingar!
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar