Lögregla veitti ökumanni bifreiðar í Reykjavík eftirför á fjórða tímanum í nótt eftir að hann sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu. Samkvæmt bókum lögreglu hafði ökutækið sem um ræðir verið tilkynnt stolið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Eftirför lögreglu stóð lengi yfir og var ökumanninum veitt eftirför um Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Ökumaðurinn stöðvaði ekki bifreiðina fyrr en í Hafnarfirði eftir að hafa ekið yfir naglamottu lögreglu. Nokkuð seinna ók hann á lögreglubifreið. Lítið tjón var á bifreiðum og engin slys voru á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Naglamotta stöðvaði langa eftirför um höfuðborgarsvæðið

Tengdar fréttir

För ökuníðings stöðvuð í Mosfellsbæ
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í Mosfellsbæ á tólfta tímanum í dag þar sem von var á ökumanni ofan af Akranesi sem ók bíl sínum langt umfram löglegan hámarkshraða.