

Athugasemdir við „viðtal“
Er hér vísað til sakamálakæru okkar Jarðarvina á hendur Náttúrustofu Austurlands (NA), frá 23. október, þar sem við kærðum NA vegna meintrar vanrækslu, sem bitnaði svo á velferð hreindýra, sem stofan ber ábyrgð á.
Við viljum gera eftirfarandi athugasemdir við þetta „viðtal“. „Viðtal“ hefur undirritaður innan gæsalappa, því að viðmælandi blaðamanns virðist hafa lagt til bæði spurningar og svör.
Augljóslega gengur þetta „viðtal“ út á það, að gera kæru Jarðarvina á hendur Náttúrustofu Austurlands (NA) tortryggilega:
Hér eru okkar athugasemdir:
Viðmælandi fréttamanns er leiðsögumaður hreindýraveiðimanna, hagsmunaaðili varðandi veiðar. Hefur hann kannske verulegan hluta sinna tekna af hreindýraveiðum. Talar svo um hina vísindalegu hlið málsins. En er ekki vísindamaður, svo vitað sé. Vart er þetta trúverðug.
Tímasetning rannsóknar og skýrslugjafar til umhverfisráðherra kemur frá Náttúrustofu Austurlands (NA) sjálfri svo og ráðherra. Með bréfi NA til ráðherra frá 27. júlí 2018 býðst NA til að kanna þessi atriði:
1. Afkomu kálfa að vetri 1991-2018
2. Rannsókn á afkomu kálfa á öllu útbreiðslusvæði hreindýra veturinn 2018-2019.
3. Líkamlegt atgervi kálfa að hausti 2018.
Fylgir þessu tilboði kostnaðaráætlun upp á um 8 milljónir króna.
Féllst ráðherra á þetta tilboð NA og staðfestir það við okkur, Jarðarvini, með bréfi frá 1. nóvember 2018.
Þar segir m.a. „Meðfylgjandi er samþykkt tillaga náttúrustofnunarinnar um rannsóknir og er markmiðið að fá niðurstöðu úr þeim fyrir næsta veiðitímabil til þess að undirbyggja ákvörðun um veiðitíma hreindýra (2019)“.
„Rannsókn eins og þessi, er náttúrlega ekki gerð á einu ári“, eins leiðsögumaðurinn fullyrðir í þessu „viðtali“, er í þessu samhengi því út í hött. Vænta verður þess, að bæði NA og ráðherri hafi hér stefnt á vísindalega rannsókn og skýrslugjöf.
NA hafði lokið vortalningu allra dýranna 15. maí 2019, eftir að hafa talið haustfjölda í október 2018, eins og tölvupóstur NA til okkar frá 15.05.19 sýnir og staðfestir.
Það átti bara eftir að stilla upp og túlka þessar tölur.
Hins vegar dróst það og dróst, að afhenda tölurnar og uppstillingu niðurstaða til ráðherra, án þess að fyrir því hafi verið færðar neinar ástæður eða skýringar, og neyddist ráðherra til að ákveða óbreyttan veiðitíma nú í haust; aftur voru kýr skotnar frá yngst 8 vikna gömlum kálfum, vegna þessarar meintu vanrækslu og skýrsluskorts NA.
Við teljum, að NA hafi haldið að sér höndum með skýrar tölur og skýrslu til ráðherra, til að „trufla ekki veiðar“ í ár, en veiðimenn og hagsmunaaðilar vildu halda þeim óbreyttum.
Þess vegna var kært, því með þessum hættu var NA, annars vegar, að bregðast þeirri skyldu sinni, að gæta velferðar og hagsmuna dýranna, og, hins vegar, að láta hagsmuni og vilja veiðimanna ganga fyrir hagsmunum dýranna, ef rétt reynist.
„Í rauninni höfum við ekkert í höndunum um það að það (lengdur griðatími kálfa) breyti einhverju fyrir kálfana af því að sú rannsókn er ekki til“ segir leiðsögumaðurinn.
Það kann að vera, að hann hafi engar rannsóknir undir höndum, en þær höfum við. Það eru fjölmargar rannsóknir til, sem sýna og sanna, að ungviði, sem hafa misst móður sína, eiga sér erfitt uppdráttar, og verður staða þeirra verri eftir því, sem þeir eru yngri, þegar þeir verða móðurlausir.
Hér eru t.a.m. nokkrar slíkar tilvitnanir í vísindagreinar, sem við höfum aflað:
„Kálfur sem missir móður sína hefur minni lífslíkur að vetri þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjennberg and Slagsvold (1968)).
„Niðurstaðan var að munaðarleysingjar þrauki síður af í hörðum vetrum“ (Holand o.fl. (2012)).
„Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)).
„Niðurstaðan var að færri móðurlausir kálfar lifðu af en þeir sem móður áttu (Joly (2000)).
„Það liggur fyrir að móðurlausir kálfar meðal hjarðdýra lenda neðst í goggunarröðinni“ (Gioveng and Waring (1991)).
„Munaðarleysingjum sem eru lægstir í goggunarröðinni er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al. (1989)).
„Kostir náins sambands móður og afkvæmis umfram mjólkurgjöf felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)).
Í raun ætti almenn skynsemi að duga flestum til að skilja þessa stöðu.
Leiðsögumaðurinn fullyrðir, að veiðimenn, hann og aðrir leiðsögumenn hafi engan annan tíma en haustið, ágúst og fram til 20. september, til að veiða hreindýr. Þetta er rangt.
Þeir gætu eins veitt frá 1. nóvember og fram til 20. desember; farið í vetrarveiðar, í stað sumar- og haustveiða, en, auðvitað þætti veiðimönnum það kalt og óþægilegt, svo að ekki sé nú talað um leiðsögumenn.
Fyrir kálfana væri þetta, hins vegar, til mikilla bóta, þar sem þeir væru þá minnst orðnir 5 mánaða, móðirin væri búin að taka fyrsta skrefið inni í vetrarlífernið með þeim, en auk þess rýfur kýrin nokkuð sambandið við kálfinn í október, á fengitíma, þó tímabundið sé, og væri því móðurleysi kálfa, með og frá nóvember, þeim nokkru bærilegra.
Það var í fréttum nýlega, að 580.000 lömbum yrði slátrað hér þetta haust. Þannig voru væntanlega 700-800.000 fjár á fjalli síðasta sumar. Hestar í landinu eru 70-80.000, og gengur nokkur hluti þeirra villtur á hálendinu. Þannig eru minnst 800.000 grasbítar í landinu.
Hreindýr deila fæði með öðrum grasbítum 50-70%. Fjöldi hreindýra er hins vegar aðeins 5-7.000. Innan við 1% grasbíta. Hreindýrahagar eru, auk þess, ekki nema á litlum hluta landsins; rétt á Austurlandi.
Það, að tala um hættu á offjölgun, sulti og horfalli dýranna, er því hreinn fyrirsláttur veiðimanna. Á Svalbarða lifa 22.000 hreindýr, á miklu minna svæði, en hreindýr hafa hér.
Tal um að hreindýr séu aðflutt dýr, væntanlega til að rýra stöðu þeirra og gildi fyrir ískenzkt lífríki, eru villandi tal.
Öll spendýr á Íslandi, líka hestar, kindur og kýr, eru aðflutt eða innflutt. Eina upprunalega spendýrið á Íslandi er pólarrefurinn.
Höfundur er formaður Jarðarvina.
Athugasemd fréttastjóra Vísis Fréttastofa hafnar þeirri ályktun sem formaður Jarðarvina virðist draga að viðmælandi hafi lagt til spurningar fréttamanns við vinnslu fréttar.
Skoðun

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar