Er jafnrétti í þínu fundarherbergi? Ragnheiður Aradóttir skrifar 4. nóvember 2019 12:30 Á Íslandi ríkir eitthvert mesta jafnrétti sem fyrir finnst í heiminum enda Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram kom í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það ber vitni um þann árangur sem náðst hefur hér á landi í samanburði við önnur lönd, en staðfestir þó alls ekki að jafnrétti hafi náðst í okkar samfélagi. Fjölbreytileiki í háskólanámi er meiri en áður og hefur í raun snúist við á s.l. 50 árum. Það er horft til Íslands víða að úr heiminum og í síðustu viku birti Washington Post athyglisverða grein sem kom inn á stöðu okkar í þessum málum og þá staðreynd að tveir af hverjum þremur nemendum í háskólanámi eru konur. Það jafnrétti sem hefur náðst, hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. FKA, með stuðningi Forsætisráðuneytisins ásamt fleiri góðu velunnurum, ýtti úr vör hreyfiaflsverkefni sem ber heitið Jafnvægisvog FKA. Hlutverk Jafnvægisvogar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Árangur næst þegar allir leggjast á eitt, almenningur og atvinnulífið eru upplýst um stöðu jafnréttist á vinnumarkaði og skilur mikilvægi þess að halda áfram þeirri samstöðu sem náðst hefur um að koma á jafnrétti. Eitt af verkefnum Jafnvægisvogarinnar var að koma á mælaborði þar sem mæla mætti nákvæmlega hver staða jafnréttis er í raun í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka karla og kvenna sé því sem næst jöfn í dag, endurspeglast það ekki upp eftir skipuritum, því að í mælaborðinu kemur fram að 74% stjórnenda eru karlar. Það eitt gefur þá auga leið að mikið ójafnvægi er á þessum þætti einum saman þ.e. þátttöku kvenna í stjórnendahlutverkum. Þetta er þó auðvitað breytilegt á milli starfsgreina. Þess má einnig geta að meðaltal heildartekna karla með háskólamenntun er miklu hærra en kvenna með háskólamenntun og að karlar með grunnmentun eru með hærri laun en konur með háskólamenntun. Þetta skýrist væntanlega að einhverju leyti af því að karlar eru mun meira við stjórnvölinn. Í ljósi þessa er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Það hefur margsinnis sannast að fjölbreytileikinn í atvinnulífinu skilar langtímaárangri. Það ætti því að vera fengur að hafa hlutfall í stjórnum og stjórnendahópnum sem jafnast svo stærri ákvarðanatökur hvíli á öllum kynjum. Við lifum á tímum gríðarlegra breytinga. Fjórða iðnbyltingin og væntingar yngri kynslóða sem undribúa sig fyrir atvinnulífið eru einfaldlega aðrar. Ég á tvær dætur og einn son. Það er ekki kynjatengt á minu heimili hvert hugur unga fólksins stefnir með tilliti til ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Fyrirtæki og opinberir aðilar sem ætla að vera í fararbroddi þurfa klárlega að undirbúa sig og gera ákveðna viðhorfsbreytingu til að vera tilbúin, því komandi kynslóðir munu líklega ekki sætta sig við núverandi ástand. Jafnvægisvog FKA er með það markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Ég skora á fyrirtæki og opinbera aðila sem vilja undirbúa sig fyrir framtíðina að feta í fótspor um 50 aðila og skrifa undir viljayfirlýsingu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar um jafnrétti í atvinnulífinu sem fram fer á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00. Á ráðstefnunni sem verður mjög fræðandi og innihaldsrík er fjölbreytt mælendaskrá, þ.á.m. eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel í Garðabæ og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Jafnframt verða þeir aðilar sem hafa náð markmiðinu 40/60 heiðraðir á ráðstefnunni með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hendi Elizu Reid forsetafrúar sem er baráttukona fyrir jafnrétti allstaðar. Jafnrétti er margþætt og hér hefur einungis verið tæpt á þeirri hlið er snýr að atvinnulífinu en það er klárt að jafnrétti er ákvörðun.Höfundur er varaformaður FKA og eigandi PROevents og PROcoaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir eitthvert mesta jafnrétti sem fyrir finnst í heiminum enda Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram kom í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það ber vitni um þann árangur sem náðst hefur hér á landi í samanburði við önnur lönd, en staðfestir þó alls ekki að jafnrétti hafi náðst í okkar samfélagi. Fjölbreytileiki í háskólanámi er meiri en áður og hefur í raun snúist við á s.l. 50 árum. Það er horft til Íslands víða að úr heiminum og í síðustu viku birti Washington Post athyglisverða grein sem kom inn á stöðu okkar í þessum málum og þá staðreynd að tveir af hverjum þremur nemendum í háskólanámi eru konur. Það jafnrétti sem hefur náðst, hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. FKA, með stuðningi Forsætisráðuneytisins ásamt fleiri góðu velunnurum, ýtti úr vör hreyfiaflsverkefni sem ber heitið Jafnvægisvog FKA. Hlutverk Jafnvægisvogar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Árangur næst þegar allir leggjast á eitt, almenningur og atvinnulífið eru upplýst um stöðu jafnréttist á vinnumarkaði og skilur mikilvægi þess að halda áfram þeirri samstöðu sem náðst hefur um að koma á jafnrétti. Eitt af verkefnum Jafnvægisvogarinnar var að koma á mælaborði þar sem mæla mætti nákvæmlega hver staða jafnréttis er í raun í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka karla og kvenna sé því sem næst jöfn í dag, endurspeglast það ekki upp eftir skipuritum, því að í mælaborðinu kemur fram að 74% stjórnenda eru karlar. Það eitt gefur þá auga leið að mikið ójafnvægi er á þessum þætti einum saman þ.e. þátttöku kvenna í stjórnendahlutverkum. Þetta er þó auðvitað breytilegt á milli starfsgreina. Þess má einnig geta að meðaltal heildartekna karla með háskólamenntun er miklu hærra en kvenna með háskólamenntun og að karlar með grunnmentun eru með hærri laun en konur með háskólamenntun. Þetta skýrist væntanlega að einhverju leyti af því að karlar eru mun meira við stjórnvölinn. Í ljósi þessa er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Það hefur margsinnis sannast að fjölbreytileikinn í atvinnulífinu skilar langtímaárangri. Það ætti því að vera fengur að hafa hlutfall í stjórnum og stjórnendahópnum sem jafnast svo stærri ákvarðanatökur hvíli á öllum kynjum. Við lifum á tímum gríðarlegra breytinga. Fjórða iðnbyltingin og væntingar yngri kynslóða sem undribúa sig fyrir atvinnulífið eru einfaldlega aðrar. Ég á tvær dætur og einn son. Það er ekki kynjatengt á minu heimili hvert hugur unga fólksins stefnir með tilliti til ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Fyrirtæki og opinberir aðilar sem ætla að vera í fararbroddi þurfa klárlega að undirbúa sig og gera ákveðna viðhorfsbreytingu til að vera tilbúin, því komandi kynslóðir munu líklega ekki sætta sig við núverandi ástand. Jafnvægisvog FKA er með það markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Ég skora á fyrirtæki og opinbera aðila sem vilja undirbúa sig fyrir framtíðina að feta í fótspor um 50 aðila og skrifa undir viljayfirlýsingu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar um jafnrétti í atvinnulífinu sem fram fer á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00. Á ráðstefnunni sem verður mjög fræðandi og innihaldsrík er fjölbreytt mælendaskrá, þ.á.m. eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel í Garðabæ og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Jafnframt verða þeir aðilar sem hafa náð markmiðinu 40/60 heiðraðir á ráðstefnunni með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hendi Elizu Reid forsetafrúar sem er baráttukona fyrir jafnrétti allstaðar. Jafnrétti er margþætt og hér hefur einungis verið tæpt á þeirri hlið er snýr að atvinnulífinu en það er klárt að jafnrétti er ákvörðun.Höfundur er varaformaður FKA og eigandi PROevents og PROcoaching.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun