Gervigreind mun gerbreyta atvinnulífinu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. nóvember 2019 08:30 Guðmundur segir að gervigreind geri fyrirtæki betri. Fréttablaðið/Ernir Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant. „Í gervigreind felst tækifæri til að skapa betri fyrirtæki og bjóða betri þjónustu,“ segir hann. Fæst fyrirtæki í heiminum hafa enn fundið fyrir áhrifum af gervigreind, að mati Guðmundar. Aðspurður um stöðu íslenskra fyrirtækja til að keppa við erlend fyrirtæki þegar kemur að innleiðingu á gervigreind segist hann telja að nær öll fyrirtæki í heiminum séu illa í stakk búin til að innleiða gervigreind. Hann mun flytja erindi á Alþjóðadegi viðskiptalífsins á mánudaginn sem millilandaráðin standa að. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030? Guðmundur bendir á að endrum og eins og spretti fram ný tækni sem gerbylti öllu. Þekkt dæmi séu prent- og gufuvélin. Gervigreind geri það að verkum að tölvur geti lært í stað þess að fylgja eingöngu fyrirmælum. „Þetta er ofureinföldun,“ segir Guðmundur. „Gervigreind opnar möguleika sem stóðu ekki til boða fyrir fimm árum,“ segir hann og nefnir að gervigreind geti greint gögn sem ekki er búið að hólfa niður með sama hætti og núverandi tækni vinni með. Að hans sögn verða þeir stjórnendur sem vilja reyna að mynda sér skoðun á hvað muni gerast á næstu tíu árum að skilja breytinguna sem gervigreind muni hafa í för með sér. Stjórnendur verði að skilja hvaða áhrif gervigreind muni hafa á rekstur fyrirtækja þeirra, hvar hún muni hafa áhrif og hvar ekki. Að öðrum kosti muni þeir „fljúga blint inn í framtíðina“. Hættan sé sú að keppinautur muni skilja breytinguna og það skapi samkeppnisforskot. Guðmundur segir mikilvægt að skilja hvaða áhrif tæknibreytingar muni hafa á framtíðina. Það megi ekki horfa einvörðungu til þess sem sé mögulegt núna. Fyrir rúmlega áratug hafi verið gefin út bók um áhrif tæknivæðingar. Í bókinni hafi verið fullyrt að atvinnubílstjórar þyrftu ekki að óttast tæknibreytingar enda væri of flókið fyrir tölvur að aka bílum. „Fjórum árum eftir að bókin kom út leit fyrsti sjálfakandi bíllinn dagsins ljós,“ segir hann. Guðmundur tekur sem dæmi hvaða áhrif gervigreind geti haft á rekstur verslana. Skynjarar muni geta greint hve mikið sé af tiltekinni vöru í hillu, gervigreindin muni geta vitað þegar viðskiptavinir ganga um verslunina, hvert þeir ganga og hvort uppröðun í versluninni sé skynsamleg eða hvort hægt sé að gera betur á því sviði. Annað sem gervigreindin mun hjálpa við í verslunarrekstri er að ganga frá greiðslu án þess að viðskiptavinir þurfi að standa við búðarkassa. Guðmundur nefnir að viðskiptavinir matvöruverslunar gangi um verslunina og raði vörum í körfu. Að því loknu bíði þeir í röð við búðarkassa og þegar komið er að þeim taki þeir vörur úr körfunni og leggi á borð. Loks þurfi þeir að raða vörunum í poka. „Eftir ekki svo langan tíma munum við hlæja að þessu,“ segir hann. Blaðamaður nefnir að netverslunin Amazon hafi opnað matvöruverslanir þar sem meðal annars er sjálfvirkt afgreiðslukerfi. „Þeir og fleiri eru að vinna að þessu,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant. „Í gervigreind felst tækifæri til að skapa betri fyrirtæki og bjóða betri þjónustu,“ segir hann. Fæst fyrirtæki í heiminum hafa enn fundið fyrir áhrifum af gervigreind, að mati Guðmundar. Aðspurður um stöðu íslenskra fyrirtækja til að keppa við erlend fyrirtæki þegar kemur að innleiðingu á gervigreind segist hann telja að nær öll fyrirtæki í heiminum séu illa í stakk búin til að innleiða gervigreind. Hann mun flytja erindi á Alþjóðadegi viðskiptalífsins á mánudaginn sem millilandaráðin standa að. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030? Guðmundur bendir á að endrum og eins og spretti fram ný tækni sem gerbylti öllu. Þekkt dæmi séu prent- og gufuvélin. Gervigreind geri það að verkum að tölvur geti lært í stað þess að fylgja eingöngu fyrirmælum. „Þetta er ofureinföldun,“ segir Guðmundur. „Gervigreind opnar möguleika sem stóðu ekki til boða fyrir fimm árum,“ segir hann og nefnir að gervigreind geti greint gögn sem ekki er búið að hólfa niður með sama hætti og núverandi tækni vinni með. Að hans sögn verða þeir stjórnendur sem vilja reyna að mynda sér skoðun á hvað muni gerast á næstu tíu árum að skilja breytinguna sem gervigreind muni hafa í för með sér. Stjórnendur verði að skilja hvaða áhrif gervigreind muni hafa á rekstur fyrirtækja þeirra, hvar hún muni hafa áhrif og hvar ekki. Að öðrum kosti muni þeir „fljúga blint inn í framtíðina“. Hættan sé sú að keppinautur muni skilja breytinguna og það skapi samkeppnisforskot. Guðmundur segir mikilvægt að skilja hvaða áhrif tæknibreytingar muni hafa á framtíðina. Það megi ekki horfa einvörðungu til þess sem sé mögulegt núna. Fyrir rúmlega áratug hafi verið gefin út bók um áhrif tæknivæðingar. Í bókinni hafi verið fullyrt að atvinnubílstjórar þyrftu ekki að óttast tæknibreytingar enda væri of flókið fyrir tölvur að aka bílum. „Fjórum árum eftir að bókin kom út leit fyrsti sjálfakandi bíllinn dagsins ljós,“ segir hann. Guðmundur tekur sem dæmi hvaða áhrif gervigreind geti haft á rekstur verslana. Skynjarar muni geta greint hve mikið sé af tiltekinni vöru í hillu, gervigreindin muni geta vitað þegar viðskiptavinir ganga um verslunina, hvert þeir ganga og hvort uppröðun í versluninni sé skynsamleg eða hvort hægt sé að gera betur á því sviði. Annað sem gervigreindin mun hjálpa við í verslunarrekstri er að ganga frá greiðslu án þess að viðskiptavinir þurfi að standa við búðarkassa. Guðmundur nefnir að viðskiptavinir matvöruverslunar gangi um verslunina og raði vörum í körfu. Að því loknu bíði þeir í röð við búðarkassa og þegar komið er að þeim taki þeir vörur úr körfunni og leggi á borð. Loks þurfi þeir að raða vörunum í poka. „Eftir ekki svo langan tíma munum við hlæja að þessu,“ segir hann. Blaðamaður nefnir að netverslunin Amazon hafi opnað matvöruverslanir þar sem meðal annars er sjálfvirkt afgreiðslukerfi. „Þeir og fleiri eru að vinna að þessu,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira