Forsetinn og Hjaltalín opnuðu Iceland Airwaves á elliheimilinu Grund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 12:15 Ísleifur Þórhallsson setur tónlistarhátíðina Iceland Airwaves í fyrra. Hefð hefur skapast fyrir því að hátíðin sé opnuð formlega á elliheimilinu Grund. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“ Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“
Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira