Er lífskjarasamningurinn í uppnámi? Hjálmar Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 09:56 Samningur Samtaka atvinnulífsins eða fyrirtækis innan þeirra vébanda, Landsvirkjunar, við þrjú stærstu iðnfélög landsins, markar þáttaskil í mörgu tilliti og vekur spurningar um hvort að svonefndur lífskjarasamningur sé í uppnámi. Í öllu falli hlýtur samningurinn að koma til skoðunar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir í Karphúsinu, en ósamið er enn við stóran hluta launþega í þessu landi, einkum þá sem eiga í samningssambandi við ríki og sveitarfélög. Fyrir það fyrsta er samningurinn afturvirkur. Samtök atvinnulífsins hafa alltaf haldið því fram að þau geri ekki afturvirka samninga og þess vegna hefur verið samið um eingreiðslur, misháar í gegnum tíðina, til að bæta fyrir liðna tíð hafi samningar dregist úr hófi. Þessi samningur er hins vegar samkvæmt efni sínu afturvirkur frá 1. apríl síðastliðnum eða í sjö mánuði. Það gildir bæði um mánaðarlega hækkun frá 1. apríl samkvæmt lífskjarasamningnum og verulega hækkun í launatöflu sem einnig er afturvirk í sjö mánuði. Athyglisvert við launatöfluhækkunina, sem kveðið er á um í bókun sem fylgir kjarasamningnum, en ekki honum sjálfum, er að hluti ábata sem ætla megi að fylgi endurskoðun vinnufyrirkomulags, sem ekki hefur verið ráðist í ennþá „hefur verið veitt inn í launatöflu samnings þessa með viðbótarhækkun mánaðarlauna umfram almennar hækkanir kauptaxta kjarasamnings,“ eins og segir í samningnum. Þannig er samið um afturvirka hækkun vegna ábata sem ekki er fyrir hendi og alls óvíst hvort af verði og hversu mikill. Loks er kveðið um frekari ábata til starfsmanna „þegar endurskoðað vinnufyrirkomulag liggur fyrir.“ Samkvæmt launatöflunni sem gildir frá 1. apríl síðastliðnum eru lægstu byrjendalaun 464.920 og hæstu laun eftir 7 ár í starfi 778.467 krónur. Spanið í töflunni er þannig yfir 300 þúsund krónur og deilist á 38 launaflokka og 5 aldursþrep. Til viðbótar er kveðið á um 36 tíma vinnuviku frá næsta vori og deilitölu 156 í mánaðarlaun í stað 173,33. Það þýðir að tímakaup í dagvinnu hækkar um rúm 11%. Svo einfalt dæmi sé tekið af launþega með 500.000 krónur í mánaðarlaun að þá er tímakaup hans fyrir vinnutímastyttingu 2.885 krónur. Eftir vinnutímastyttinguna verður tímakaupið 3.205 krónur, sem er rúmlega 300 króna hækkun á tímann. SA hafa haldið því fram í ræðu og riti að upptaka virks vinnutíma í þessu samhengi, þ.e. að kaffitímar séu teknir út úr vinnutímanum, skipti máli, þar sem mánaðarlaunin eru óbreytt fyrir og eftir vinnutímastyttinguna. Nú kann það að skipta máli á einstaka vinnustað, háð vinnufyrirkomulagi og eðli þess starfs sem um er að ræða. Meginatriðið hlýtur þó að vera þau laun sem fólk fær á unna tímaeiningu. Svo einfalt dæmi sé tekið: Ef þú vinnur að meðaltali 50 tíma á viku, eins og sannarlega margir gera, þá eru 40 tímar dagvinna og 10 tímar yfirvinna. Eftir vinnutímastyttinguna vinnur sami maður 36 tíma í dagvinnu og 14 tíma yfirvinnu og hefur því hækkað í launum sem því nemur. Sú staðreynd að SA gerðu kröfu um upptöku yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 undirstrikar þessa staðreynd. Loks er athyglisvert að samkvæmt samningi Landsvirkjunar og iðnaðarmannafélaganna er heimilt að sleppa því að taka upp eftirvinnu 1 og 2, eins og kveðið er á um í almennum kjarasamningum SA og iðnaðarmanna. Mikil óánægja var með það ákvæði meðal margra iðnaðarmannafélaga og gerði það næstum verkum að þeir samningar voru felldir síðastliðið vor, enda leiddi þetta ákvæði til þess að sumir iðnaðarmenn voru mögulega að lækka í yfirvinnulaunum vegna lækkunar á hlutfalli í yfirvinnu 1. Nú er reynsla fyrir því að oft í gegnum tíðina hefur verið samið við smærri aðila um eitthvað annað og meira en samdist um við stóra borðið. Það sem er sérstakt við þennan samning er, að þarna er eitt stærsta fyrirtæki landsins, sem sækir tekjur sínar til skattborgara þessa lands og er innan Samtaka atvinnulífsins, að semja við þrjú stærstu iðnfélög landsins. Það hlýtur að vekja umhugsun í ljósi þeirrar kjarastefnu sem mótuð var í landinu síðastliðið vor og lögð hefur verið áhersla á að gildi um alla landsmenn. Skylt er að nefna að undirritaður er blaðamaður, sem skrifaði um kjaramál fyrir Morgunblaðið í 20 ár og er nú um stundir formaður Blaðamannafélags Íslands, sem á í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir „Gjafir eru yður gefnar” Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. 6. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Samningur Samtaka atvinnulífsins eða fyrirtækis innan þeirra vébanda, Landsvirkjunar, við þrjú stærstu iðnfélög landsins, markar þáttaskil í mörgu tilliti og vekur spurningar um hvort að svonefndur lífskjarasamningur sé í uppnámi. Í öllu falli hlýtur samningurinn að koma til skoðunar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir í Karphúsinu, en ósamið er enn við stóran hluta launþega í þessu landi, einkum þá sem eiga í samningssambandi við ríki og sveitarfélög. Fyrir það fyrsta er samningurinn afturvirkur. Samtök atvinnulífsins hafa alltaf haldið því fram að þau geri ekki afturvirka samninga og þess vegna hefur verið samið um eingreiðslur, misháar í gegnum tíðina, til að bæta fyrir liðna tíð hafi samningar dregist úr hófi. Þessi samningur er hins vegar samkvæmt efni sínu afturvirkur frá 1. apríl síðastliðnum eða í sjö mánuði. Það gildir bæði um mánaðarlega hækkun frá 1. apríl samkvæmt lífskjarasamningnum og verulega hækkun í launatöflu sem einnig er afturvirk í sjö mánuði. Athyglisvert við launatöfluhækkunina, sem kveðið er á um í bókun sem fylgir kjarasamningnum, en ekki honum sjálfum, er að hluti ábata sem ætla megi að fylgi endurskoðun vinnufyrirkomulags, sem ekki hefur verið ráðist í ennþá „hefur verið veitt inn í launatöflu samnings þessa með viðbótarhækkun mánaðarlauna umfram almennar hækkanir kauptaxta kjarasamnings,“ eins og segir í samningnum. Þannig er samið um afturvirka hækkun vegna ábata sem ekki er fyrir hendi og alls óvíst hvort af verði og hversu mikill. Loks er kveðið um frekari ábata til starfsmanna „þegar endurskoðað vinnufyrirkomulag liggur fyrir.“ Samkvæmt launatöflunni sem gildir frá 1. apríl síðastliðnum eru lægstu byrjendalaun 464.920 og hæstu laun eftir 7 ár í starfi 778.467 krónur. Spanið í töflunni er þannig yfir 300 þúsund krónur og deilist á 38 launaflokka og 5 aldursþrep. Til viðbótar er kveðið á um 36 tíma vinnuviku frá næsta vori og deilitölu 156 í mánaðarlaun í stað 173,33. Það þýðir að tímakaup í dagvinnu hækkar um rúm 11%. Svo einfalt dæmi sé tekið af launþega með 500.000 krónur í mánaðarlaun að þá er tímakaup hans fyrir vinnutímastyttingu 2.885 krónur. Eftir vinnutímastyttinguna verður tímakaupið 3.205 krónur, sem er rúmlega 300 króna hækkun á tímann. SA hafa haldið því fram í ræðu og riti að upptaka virks vinnutíma í þessu samhengi, þ.e. að kaffitímar séu teknir út úr vinnutímanum, skipti máli, þar sem mánaðarlaunin eru óbreytt fyrir og eftir vinnutímastyttinguna. Nú kann það að skipta máli á einstaka vinnustað, háð vinnufyrirkomulagi og eðli þess starfs sem um er að ræða. Meginatriðið hlýtur þó að vera þau laun sem fólk fær á unna tímaeiningu. Svo einfalt dæmi sé tekið: Ef þú vinnur að meðaltali 50 tíma á viku, eins og sannarlega margir gera, þá eru 40 tímar dagvinna og 10 tímar yfirvinna. Eftir vinnutímastyttinguna vinnur sami maður 36 tíma í dagvinnu og 14 tíma yfirvinnu og hefur því hækkað í launum sem því nemur. Sú staðreynd að SA gerðu kröfu um upptöku yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 undirstrikar þessa staðreynd. Loks er athyglisvert að samkvæmt samningi Landsvirkjunar og iðnaðarmannafélaganna er heimilt að sleppa því að taka upp eftirvinnu 1 og 2, eins og kveðið er á um í almennum kjarasamningum SA og iðnaðarmanna. Mikil óánægja var með það ákvæði meðal margra iðnaðarmannafélaga og gerði það næstum verkum að þeir samningar voru felldir síðastliðið vor, enda leiddi þetta ákvæði til þess að sumir iðnaðarmenn voru mögulega að lækka í yfirvinnulaunum vegna lækkunar á hlutfalli í yfirvinnu 1. Nú er reynsla fyrir því að oft í gegnum tíðina hefur verið samið við smærri aðila um eitthvað annað og meira en samdist um við stóra borðið. Það sem er sérstakt við þennan samning er, að þarna er eitt stærsta fyrirtæki landsins, sem sækir tekjur sínar til skattborgara þessa lands og er innan Samtaka atvinnulífsins, að semja við þrjú stærstu iðnfélög landsins. Það hlýtur að vekja umhugsun í ljósi þeirrar kjarastefnu sem mótuð var í landinu síðastliðið vor og lögð hefur verið áhersla á að gildi um alla landsmenn. Skylt er að nefna að undirritaður er blaðamaður, sem skrifaði um kjaramál fyrir Morgunblaðið í 20 ár og er nú um stundir formaður Blaðamannafélags Íslands, sem á í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
„Gjafir eru yður gefnar” Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. 6. nóvember 2019 11:00
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun