
Lýst eftir stefnu og ábyrgð stjórnvalda
Þetta er eiginlega menningarlegt áfall. Aðferð sem notuð er til að tryggja hagstæð opinber innkaup á tölvum, bílum eða malbikun á nú að beita við þjónustu heilbrigðisstéttar við veikt fólk. Við blasir að sitthvað fer forgörðum á slíkri vegferð. Margvíslegar áhyggjur vakna er varða fagmennsku og gæði, kennslu og þjálfun og ekki síst af þjónustu sem veitt er út frá öldrunarheimilum, þar sem hvorki þeir sjúkraþjálfarar sem þar starfa né rekstraraðilar heimilanna standast kröfur útboðs.
Við sjúkraþjálfarar höfum svo sannarlega lagt okkur fram um að átta okkur á stöðunni og þeim breytingum sem SÍ hafa boðað á rekstrarumhverfi okkar. Sjúkraþjálfarar ákváðu að sýna ábyrgð og samstarfsvilja, þrátt fyrir að hafa hvorki fengið verðlagsleiðréttingu á þann útrunna samning sem notast er við, né verið boðið til samráðs um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Árangurinn af því var lengri útboðsfrestur og einhliða framlenging á rammasamningi. Engu að síður halda sjúkraþjálfarar áfram að tapa stórum fjárhæðum í hverjum mánuði á óverðlagsleiðréttum samningi.
Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að fyrirkomulagi þjónustunnar.
Fullyrt hefur verið að öll þessi fyrirætlan sé byggð á lögum um opinber innkaup frá Alþingi (nr 120/2016) sem byggð eru á EES-tilskipun og að eina leið SÍ sé að setja þjónustu sjúkraþjálfara í útboð. Eftir að hafa aflað gagna frá félögum okkar á Norðurlöndum um framkvæmd EES-tilskipunar um opinber útboð og fengið lögfræðilegt álit á útboðsleiðinni, setið fundi með alþingismönnum og ráðherrum, er niðurstaða okkar sú að því fari fjarri að þetta sé eina leiðin í stöðunni.
Í fyrsta lagi er útboðsleiðin ekki eina færa leiðin innan ramma laganna um opinber innkaup. Aðrar leiðir eru færar, en af einhverjum ástæðum okkur ókunnar hafa SÍ ekki kosið að nýta þær. Í öðru lagi er heimilt skv. lögunum að taka mið af gæðum þjónustunnar og fleiri atriðum, þ.a. fleira en eingöngu verð sé lagt til grundvallar. Í þriðja lagi er ljóst að vinnubrögð stjórnvalda við lagasetninguna um opinber innkaup eru ámælisverð. Lagafrumvarpið var samið í fjármálaráðuneytinu og fór til umfjöllunar í fjárlaganefnd og umsagnar hjá Ríkiskaupum, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og sveitarfélögum, en það var ekki sent velferðarnefnd Alþings, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisstofnunum, fagstéttum heilbrigðisstarfsmanna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heilbrigðisþjónustu.
Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar um er að ræða jafn mikilvæga og viðkvæma starfsemi og heilbrigðisþjónustu. Menn verða að vanda sig betur. Ríkið þarf að marka stefnu í kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli þekkingar og upplýstrar umræðu, þar sem allir sem hagsmuna eiga að gæta og þekkingu hafa leggja orð í belg. Við í Félagi sjúkraþjálfara erum reiðubúin til slíkra viðræðna.
Annars staðar á Norðurlöndum hafa fundist aðferðir til að mæta skilyrðum EES-tilskipunar og laga án þess að koma mikilvægri heilbrigðisþjónustu í uppnám. Fara verður í saumana á gildandi íslenskum lögum, yfirvöld þurfa að skilgreina betur hvað þau vilja kaupa og afmarka þá réttindi sjúklinga af sanngirni innan fjárheimilda, ef þörf krefur.
Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Við vonum og treystum því að þann tíma noti bæði Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld til að endurmeta bæði lagagrunninn um opinber innkaup, sem og hvernig SÍ er gert að framfylgja þeim. Sjúkraþjálfarar vonast til að við og skjólstæðingar okkar muni mæta skilningi og sanngirni af hálfu þeirra sem um málefni og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fjalla.
Þrátt fyrir þessa stöðu hafa sjúkraþjálfarar lýst því yfir að þeir eru tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.
Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Leiðtogi nýrra tíma
Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Erna Bjarnadóttir skrifar

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar