„Ég var fljótasta stelpan í Bandaríkjunum en svo samdi ég við Nike“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 10:00 Mary Cain kemur hér fyrst í mark í hlaupi þegar allt var í blóma. Getty/Bill Frakes Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan. Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan.
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira