ESB skoðar kosti þess að taka upp eigin rafmynt Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. nóvember 2019 08:15 Rafmynt ESB gæti keppt við Bitcoin og Libra. Nordicphotos/Getty Evrópusambandið skoðar nú kosti þess að taka upp eigin rafmynt sem væri gefin út af Evrópska seðlabankanum (ECB). Málið hefur komist á skrið eftir að Facebook kynnti í júní síðastliðnum áætlanir um rafmyntina Libra. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði á fundi með fréttamönnum í Brussel að um langtímaverkefni væri að ræða. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að einhver niðurstaða gæti legið fyrir á næsta ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni ECB að vinna við tæknilega útfærslu sé þegar hafin. Stjórnvöld ESB-ríkja myndu fljótlega fá frekari upplýsingar um málið. Með upptöku rafmyntar vonast stjórnendur ESB til að geta minnkað kostnað við fjármagnsflutninga sem þeir telja of mikinn. Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna ræddu málið meðal annars á fundi í Brussel í gær. Búist er við því að þeir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu á næsta fundi sínum, sem haldinn verður í desember, þar sem framtaki ECB er fagnað. Nokkrar mismunandi sviðsmyndir eru til skoðunar en sú róttækasta gerir ráð fyrir að viðskiptavinir geti opnað eigin bankareikning hjá ECB. Önnur leið sem er í skoðun er að bankar hafi milligöngu um að veita viðskiptavinum sínum rafmynt sem ECB gæfi út. Heimildarmaður Reuters lagði áherslu á að á þessu stigi snerist umræðan fyrst og fremst um það hvort upptaka rafmyntar væri fýsileg fyrir ESB eða ekki. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Rafmyntir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Evrópusambandið skoðar nú kosti þess að taka upp eigin rafmynt sem væri gefin út af Evrópska seðlabankanum (ECB). Málið hefur komist á skrið eftir að Facebook kynnti í júní síðastliðnum áætlanir um rafmyntina Libra. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði á fundi með fréttamönnum í Brussel að um langtímaverkefni væri að ræða. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að einhver niðurstaða gæti legið fyrir á næsta ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni ECB að vinna við tæknilega útfærslu sé þegar hafin. Stjórnvöld ESB-ríkja myndu fljótlega fá frekari upplýsingar um málið. Með upptöku rafmyntar vonast stjórnendur ESB til að geta minnkað kostnað við fjármagnsflutninga sem þeir telja of mikinn. Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna ræddu málið meðal annars á fundi í Brussel í gær. Búist er við því að þeir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu á næsta fundi sínum, sem haldinn verður í desember, þar sem framtaki ECB er fagnað. Nokkrar mismunandi sviðsmyndir eru til skoðunar en sú róttækasta gerir ráð fyrir að viðskiptavinir geti opnað eigin bankareikning hjá ECB. Önnur leið sem er í skoðun er að bankar hafi milligöngu um að veita viðskiptavinum sínum rafmynt sem ECB gæfi út. Heimildarmaður Reuters lagði áherslu á að á þessu stigi snerist umræðan fyrst og fremst um það hvort upptaka rafmyntar væri fýsileg fyrir ESB eða ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Rafmyntir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira