Fundu kókaínið falið fyrir ofan loftklæðningu í íbúð mannsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 22:49 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Vilhelm Svo virðist sem almennt umferðareftirlit á Suðurnesjum hafi orðið til þess að lögreglumenn höfðu hendur í hári þriggja manna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Sex lítrar af amfetamínbasa og rúm tvö kíló fundust á heimili manns sem lögreglan grunaði um akstur undir áhrifum. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að starfsmaður Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hefði verið handtekinn ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Mennirnir eru fæddir árið 1991 og 1992 samkvæmt heimildum fréttastofu. Húsleit mun hafa farið fram í fyrirtækinu. Gæsluvarðhald yfir einum mannanna var fellt úr gildi af Landsrétti og úrskurðurinn birtur á vef réttarins í kvöld. Þar kemur fram að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi veit bifreið athygli sem ekið var suður Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þann 23. október. Í viðræðum lögreglu við ökumann hafi vaknað grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Maðurinn var í framhaldinu handtekinn. Ekkert fannst í bíl mannsins en við leit á honum fundust rúmlega 62 þúsund krónur í reiðufé og lítil skeið sem lögregla telur að sé notuð til neyslu fíkniefna. Þá fundust í fótum hans fimm stafræn herbergislyklakort. Tvö ómerkt, einn merktur „…. geymsla“ og tveir með númerið 103.Lögregla vinnur nú að lausn málsins.Vísir/Jói KHægt að framleiða tugi kílóa af amfetamíni Við leit á heimili mannsins fannst svo mikið magn fíkniefna. Annars vegar sex lítrar af amfetamínbasa sem má áætla að hægt sé að framleiða 30-60 kíló af amfetamíni úr. Hins vegar 2,1 kíló af kókaíni í pappakassa og rauðri íþróttatösku fyrir ofan loftklæðningu. Þá hafi einnig fundist í skókassa á gólfi í fataskáp íbúðarinnar þrjú töfluglös merkt Xanax, fjórtán gelbréf merkt „Kamagra“ og poki af óþekktu hvítu dufti. Einnig hafi fundist rafstuðsvasaljós undir rúmi íbúðarinnar. Við skýrslutöku lögreglu viðurkenndi maðurinn að stunda sölu fíkniefna. Vísaði hann á annan mann sem hefði látið hann hafa milljón króna í reiðufé. Kvittun fyrir kaupum á evrum fyrir þá upphæð fannst í íbúð mannsins. Var sá einstaklingur handtekinn.Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast mennirnir allir sama fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli.vísir/vilhelmMilljón í reiðufé Lögregla telur rökstuddan grun um að þriðji maðurinn eigi aðild að málinu með því að aðstoða við fjármögnun á flutningum á efnunum til landsins. Vísar lögregla til tengsla mannanna hvað þetta atriði varðar í kröfugerð sinni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, gat ekki tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en vel á veg komna. Mennirnir þrír voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurður yfir þriðja manninum var felldur úr gildi í Landsrétti og gengur hann því laus. Í greinagerð lögreglu kemur fram að rannsaka þurfi magn og styrkleika hinna meintu fíkniefna betur. Sömuleiðis kanna tengsl við hugsanlega vitorðsmenn hér á landi og erlendis. Jafnframt eigi eftir að afla upplýsinga um inneign mannanna á banka og greina farsímagögn.Uppfært: Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólana í kvöld en er nú ekki að finna lengur á þeim vef. Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Svo virðist sem almennt umferðareftirlit á Suðurnesjum hafi orðið til þess að lögreglumenn höfðu hendur í hári þriggja manna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Sex lítrar af amfetamínbasa og rúm tvö kíló fundust á heimili manns sem lögreglan grunaði um akstur undir áhrifum. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að starfsmaður Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hefði verið handtekinn ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Mennirnir eru fæddir árið 1991 og 1992 samkvæmt heimildum fréttastofu. Húsleit mun hafa farið fram í fyrirtækinu. Gæsluvarðhald yfir einum mannanna var fellt úr gildi af Landsrétti og úrskurðurinn birtur á vef réttarins í kvöld. Þar kemur fram að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi veit bifreið athygli sem ekið var suður Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þann 23. október. Í viðræðum lögreglu við ökumann hafi vaknað grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Maðurinn var í framhaldinu handtekinn. Ekkert fannst í bíl mannsins en við leit á honum fundust rúmlega 62 þúsund krónur í reiðufé og lítil skeið sem lögregla telur að sé notuð til neyslu fíkniefna. Þá fundust í fótum hans fimm stafræn herbergislyklakort. Tvö ómerkt, einn merktur „…. geymsla“ og tveir með númerið 103.Lögregla vinnur nú að lausn málsins.Vísir/Jói KHægt að framleiða tugi kílóa af amfetamíni Við leit á heimili mannsins fannst svo mikið magn fíkniefna. Annars vegar sex lítrar af amfetamínbasa sem má áætla að hægt sé að framleiða 30-60 kíló af amfetamíni úr. Hins vegar 2,1 kíló af kókaíni í pappakassa og rauðri íþróttatösku fyrir ofan loftklæðningu. Þá hafi einnig fundist í skókassa á gólfi í fataskáp íbúðarinnar þrjú töfluglös merkt Xanax, fjórtán gelbréf merkt „Kamagra“ og poki af óþekktu hvítu dufti. Einnig hafi fundist rafstuðsvasaljós undir rúmi íbúðarinnar. Við skýrslutöku lögreglu viðurkenndi maðurinn að stunda sölu fíkniefna. Vísaði hann á annan mann sem hefði látið hann hafa milljón króna í reiðufé. Kvittun fyrir kaupum á evrum fyrir þá upphæð fannst í íbúð mannsins. Var sá einstaklingur handtekinn.Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast mennirnir allir sama fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli.vísir/vilhelmMilljón í reiðufé Lögregla telur rökstuddan grun um að þriðji maðurinn eigi aðild að málinu með því að aðstoða við fjármögnun á flutningum á efnunum til landsins. Vísar lögregla til tengsla mannanna hvað þetta atriði varðar í kröfugerð sinni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, gat ekki tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en vel á veg komna. Mennirnir þrír voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurður yfir þriðja manninum var felldur úr gildi í Landsrétti og gengur hann því laus. Í greinagerð lögreglu kemur fram að rannsaka þurfi magn og styrkleika hinna meintu fíkniefna betur. Sömuleiðis kanna tengsl við hugsanlega vitorðsmenn hér á landi og erlendis. Jafnframt eigi eftir að afla upplýsinga um inneign mannanna á banka og greina farsímagögn.Uppfært: Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólana í kvöld en er nú ekki að finna lengur á þeim vef.
Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39