Fundu kókaínið falið fyrir ofan loftklæðningu í íbúð mannsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 22:49 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Vilhelm Svo virðist sem almennt umferðareftirlit á Suðurnesjum hafi orðið til þess að lögreglumenn höfðu hendur í hári þriggja manna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Sex lítrar af amfetamínbasa og rúm tvö kíló fundust á heimili manns sem lögreglan grunaði um akstur undir áhrifum. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að starfsmaður Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hefði verið handtekinn ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Mennirnir eru fæddir árið 1991 og 1992 samkvæmt heimildum fréttastofu. Húsleit mun hafa farið fram í fyrirtækinu. Gæsluvarðhald yfir einum mannanna var fellt úr gildi af Landsrétti og úrskurðurinn birtur á vef réttarins í kvöld. Þar kemur fram að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi veit bifreið athygli sem ekið var suður Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þann 23. október. Í viðræðum lögreglu við ökumann hafi vaknað grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Maðurinn var í framhaldinu handtekinn. Ekkert fannst í bíl mannsins en við leit á honum fundust rúmlega 62 þúsund krónur í reiðufé og lítil skeið sem lögregla telur að sé notuð til neyslu fíkniefna. Þá fundust í fótum hans fimm stafræn herbergislyklakort. Tvö ómerkt, einn merktur „…. geymsla“ og tveir með númerið 103.Lögregla vinnur nú að lausn málsins.Vísir/Jói KHægt að framleiða tugi kílóa af amfetamíni Við leit á heimili mannsins fannst svo mikið magn fíkniefna. Annars vegar sex lítrar af amfetamínbasa sem má áætla að hægt sé að framleiða 30-60 kíló af amfetamíni úr. Hins vegar 2,1 kíló af kókaíni í pappakassa og rauðri íþróttatösku fyrir ofan loftklæðningu. Þá hafi einnig fundist í skókassa á gólfi í fataskáp íbúðarinnar þrjú töfluglös merkt Xanax, fjórtán gelbréf merkt „Kamagra“ og poki af óþekktu hvítu dufti. Einnig hafi fundist rafstuðsvasaljós undir rúmi íbúðarinnar. Við skýrslutöku lögreglu viðurkenndi maðurinn að stunda sölu fíkniefna. Vísaði hann á annan mann sem hefði látið hann hafa milljón króna í reiðufé. Kvittun fyrir kaupum á evrum fyrir þá upphæð fannst í íbúð mannsins. Var sá einstaklingur handtekinn.Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast mennirnir allir sama fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli.vísir/vilhelmMilljón í reiðufé Lögregla telur rökstuddan grun um að þriðji maðurinn eigi aðild að málinu með því að aðstoða við fjármögnun á flutningum á efnunum til landsins. Vísar lögregla til tengsla mannanna hvað þetta atriði varðar í kröfugerð sinni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, gat ekki tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en vel á veg komna. Mennirnir þrír voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurður yfir þriðja manninum var felldur úr gildi í Landsrétti og gengur hann því laus. Í greinagerð lögreglu kemur fram að rannsaka þurfi magn og styrkleika hinna meintu fíkniefna betur. Sömuleiðis kanna tengsl við hugsanlega vitorðsmenn hér á landi og erlendis. Jafnframt eigi eftir að afla upplýsinga um inneign mannanna á banka og greina farsímagögn.Uppfært: Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólana í kvöld en er nú ekki að finna lengur á þeim vef. Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Svo virðist sem almennt umferðareftirlit á Suðurnesjum hafi orðið til þess að lögreglumenn höfðu hendur í hári þriggja manna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Sex lítrar af amfetamínbasa og rúm tvö kíló fundust á heimili manns sem lögreglan grunaði um akstur undir áhrifum. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að starfsmaður Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hefði verið handtekinn ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Mennirnir eru fæddir árið 1991 og 1992 samkvæmt heimildum fréttastofu. Húsleit mun hafa farið fram í fyrirtækinu. Gæsluvarðhald yfir einum mannanna var fellt úr gildi af Landsrétti og úrskurðurinn birtur á vef réttarins í kvöld. Þar kemur fram að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi veit bifreið athygli sem ekið var suður Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þann 23. október. Í viðræðum lögreglu við ökumann hafi vaknað grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Maðurinn var í framhaldinu handtekinn. Ekkert fannst í bíl mannsins en við leit á honum fundust rúmlega 62 þúsund krónur í reiðufé og lítil skeið sem lögregla telur að sé notuð til neyslu fíkniefna. Þá fundust í fótum hans fimm stafræn herbergislyklakort. Tvö ómerkt, einn merktur „…. geymsla“ og tveir með númerið 103.Lögregla vinnur nú að lausn málsins.Vísir/Jói KHægt að framleiða tugi kílóa af amfetamíni Við leit á heimili mannsins fannst svo mikið magn fíkniefna. Annars vegar sex lítrar af amfetamínbasa sem má áætla að hægt sé að framleiða 30-60 kíló af amfetamíni úr. Hins vegar 2,1 kíló af kókaíni í pappakassa og rauðri íþróttatösku fyrir ofan loftklæðningu. Þá hafi einnig fundist í skókassa á gólfi í fataskáp íbúðarinnar þrjú töfluglös merkt Xanax, fjórtán gelbréf merkt „Kamagra“ og poki af óþekktu hvítu dufti. Einnig hafi fundist rafstuðsvasaljós undir rúmi íbúðarinnar. Við skýrslutöku lögreglu viðurkenndi maðurinn að stunda sölu fíkniefna. Vísaði hann á annan mann sem hefði látið hann hafa milljón króna í reiðufé. Kvittun fyrir kaupum á evrum fyrir þá upphæð fannst í íbúð mannsins. Var sá einstaklingur handtekinn.Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast mennirnir allir sama fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli.vísir/vilhelmMilljón í reiðufé Lögregla telur rökstuddan grun um að þriðji maðurinn eigi aðild að málinu með því að aðstoða við fjármögnun á flutningum á efnunum til landsins. Vísar lögregla til tengsla mannanna hvað þetta atriði varðar í kröfugerð sinni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, gat ekki tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en vel á veg komna. Mennirnir þrír voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurður yfir þriðja manninum var felldur úr gildi í Landsrétti og gengur hann því laus. Í greinagerð lögreglu kemur fram að rannsaka þurfi magn og styrkleika hinna meintu fíkniefna betur. Sömuleiðis kanna tengsl við hugsanlega vitorðsmenn hér á landi og erlendis. Jafnframt eigi eftir að afla upplýsinga um inneign mannanna á banka og greina farsímagögn.Uppfært: Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólana í kvöld en er nú ekki að finna lengur á þeim vef.
Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39