Methiti í september jafnaður Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 10:22 Mengunarmistur yfir borginni Davao á Filippseyjum frá skógareldum á Indónesíu af völdum þurrka í september. Vísir/EPA Meðalhiti jarðar í september jafnaði hlýjasta septembermánuð frá því að beinar mælingar hófust. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) stefnir í að árið í ár verði það annað hlýjasta í mælingasögunni. Hitinn var 0,95°C yfir meðaltali 20. aldar í september, sá sami og methitinn sem mældist í september árið 2015. September var jafnframt 43. septembermánuðurinn í röð og 417. mánuðurinn í röð með hita yfir meðaltalinu. NOAA telur nú nær öruggt að 2019 verði á meðal fimm hlýjustu ára frá upphafi mælinga fyrir um 140 árum. Líklegast verði það á bilinu annað til fjórða hlýjasta árið. Mánaðarmet var slegið á 7,93% land- og hafsvæða jarðar í september. Hvergi var kuldamet slegið. Sérstaklega hlýtt var í Norður-Ameríku og á norðurhveli almennt í september. Hitamet var slegið yfir Norður-Ameríku og í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Mexíkóflóa og í kringum Havaí var mánuðurinn sá þriðji hlýjasti frá því að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og einni gráðu yfir meðallagi síðustu tíu ára. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu í september var sú þriðja minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugarins. Hún var rétt tæpum þriðjungi undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Þegar útbreiðsla hafíssins var minnst í lok sumars nam hún um 4,1 milljón ferkílómetra. Það var önnur minnsta lágmarksútbreiðsla hafíssins, jöfn í öðru sæti með árunum 2007 og 2016. Við Suðurskautslandið var hafísþekjan 1,3% minni en að meðaltali á milli 1981 og 2010. Útbreiðslan var sú þrettánda minnsta þar í mælingasögunni. Tölur NOAA lýsa þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið á jörðinni frá iðnbyltingu með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Eins og veðurfræðingar Washington Post benda þó á er hlýnun jarðar ekki línuleg þar sem hvert ár er því fyrra hlýrra. Hnattræn hlýnun er mæld yfir lengri tímabil, að minnsta kosti áratugi og þaðan af lengur. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21 Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Meðalhiti jarðar í september jafnaði hlýjasta septembermánuð frá því að beinar mælingar hófust. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) stefnir í að árið í ár verði það annað hlýjasta í mælingasögunni. Hitinn var 0,95°C yfir meðaltali 20. aldar í september, sá sami og methitinn sem mældist í september árið 2015. September var jafnframt 43. septembermánuðurinn í röð og 417. mánuðurinn í röð með hita yfir meðaltalinu. NOAA telur nú nær öruggt að 2019 verði á meðal fimm hlýjustu ára frá upphafi mælinga fyrir um 140 árum. Líklegast verði það á bilinu annað til fjórða hlýjasta árið. Mánaðarmet var slegið á 7,93% land- og hafsvæða jarðar í september. Hvergi var kuldamet slegið. Sérstaklega hlýtt var í Norður-Ameríku og á norðurhveli almennt í september. Hitamet var slegið yfir Norður-Ameríku og í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Mexíkóflóa og í kringum Havaí var mánuðurinn sá þriðji hlýjasti frá því að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og einni gráðu yfir meðallagi síðustu tíu ára. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu í september var sú þriðja minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugarins. Hún var rétt tæpum þriðjungi undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Þegar útbreiðsla hafíssins var minnst í lok sumars nam hún um 4,1 milljón ferkílómetra. Það var önnur minnsta lágmarksútbreiðsla hafíssins, jöfn í öðru sæti með árunum 2007 og 2016. Við Suðurskautslandið var hafísþekjan 1,3% minni en að meðaltali á milli 1981 og 2010. Útbreiðslan var sú þrettánda minnsta þar í mælingasögunni. Tölur NOAA lýsa þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið á jörðinni frá iðnbyltingu með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Eins og veðurfræðingar Washington Post benda þó á er hlýnun jarðar ekki línuleg þar sem hvert ár er því fyrra hlýrra. Hnattræn hlýnun er mæld yfir lengri tímabil, að minnsta kosti áratugi og þaðan af lengur.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21 Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21
Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00