Á hvaða vegferð erum við? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. október 2019 12:00 Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun