Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar Þorsteinn Víglundsson skrifar 22. október 2019 07:00 „Ekkert er öruggt í þessu lífi nema dauðinn og skattar“ er ódauðleg tilvitnun í Benjamin Franklin. Og fátt er jafn varanlegt og tímabundnir skattar. Á þessu ári verða tekjur ríkissjóðs um 120 milljörðum króna hærri en þær hefðu verið ef skattprósentur væru þær sömu og á árunum fyrir hrun. Þrátt fyrir mikla gagnrýni Sjálfstæðisflokks og Framsóknarf lokks á skattahækkanir vinstri stjórnarinnar á árunum 2009 til 2013 standa þessir flokkar ásamt Vinstri grænum að því að festa sömu skattahækkanir í sessi. Í stað þess að nýta stórauknar tekjur ríkissjóðs á undanförnum árum til skattalækkana hefur taumlaus útgjaldaþensla leitt til þess að ekkert svigrúm er til slíkra lækkana nú þegar tekið er að hægja á í efnahagslífinu að nýju. Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum. Útgjaldaaukningin er á öllum sviðum ríkisrekstrar og hvað mest í að þenja út ríkisbáknið. Ríkisstjórnin virðist stefna að Íslandsmeti í útgjöldum án atrennu. Svo mjög liggur á að skýr markmið um árangur liggja sjaldnast fyrir heldur virðist útgjaldaaukningin vera orðin markmið í sjálfu sér. Skattheimta hins opinbera er hvergi meiri en hér á landi, sé horft til aðildarríkja OECD. Nemur hún nú um 34% af landsframleiðslu og aðeins Svíar ná svipuðum hæðum og við. Miklar skattahækkanir eftirhrunsáranna voru rökstuddar með því að ekki væri önnur leið fær til að ná jafnvægi í rekstri ríkisins þar sem skatttekjur drógust mikið saman vegna hrunsins. Þær lögðust af miklum þunga á atvinnulíf og heimili sem glímdu ekki síður við grafalvarlega stöðu á þessum tíma. Þessar skattahækkanir töfðu án efa viðsnúning í efnahagslífinu. Tekjuskattur á fyrirtæki og einstaklinga, fjármagnstekjuskattur og tryggingagjald eru hærri en fyrir hrun og sérstakir skattar eru enn lagðir á banka hér á landi sem leiða til hærra vaxtastigs en ella. Ofan á það eru ótvíræð merki um kólnun í hagkerfinu. Það væri góð innspýting í efnahagslífið ef ríkisstjórnin gæti hafist handa við að lækka skatta svo um munaði. En því miður er ekkert svigrúm til þess. Þótt lækkanir hafi verið boðaðar munu þær aðeins að óverulegu leyti taka gildi á næsta ári og á sama tíma er verið að hækka aðra skatta eða leggja á nýja. Tímabundnar skattahækkanir vinstristjórnarinnar ætla svo sannarlega að reynast lífseigar undir stjórn Sjálfstæðismanna í fjármálaráðuneytinu.Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
„Ekkert er öruggt í þessu lífi nema dauðinn og skattar“ er ódauðleg tilvitnun í Benjamin Franklin. Og fátt er jafn varanlegt og tímabundnir skattar. Á þessu ári verða tekjur ríkissjóðs um 120 milljörðum króna hærri en þær hefðu verið ef skattprósentur væru þær sömu og á árunum fyrir hrun. Þrátt fyrir mikla gagnrýni Sjálfstæðisflokks og Framsóknarf lokks á skattahækkanir vinstri stjórnarinnar á árunum 2009 til 2013 standa þessir flokkar ásamt Vinstri grænum að því að festa sömu skattahækkanir í sessi. Í stað þess að nýta stórauknar tekjur ríkissjóðs á undanförnum árum til skattalækkana hefur taumlaus útgjaldaþensla leitt til þess að ekkert svigrúm er til slíkra lækkana nú þegar tekið er að hægja á í efnahagslífinu að nýju. Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum. Útgjaldaaukningin er á öllum sviðum ríkisrekstrar og hvað mest í að þenja út ríkisbáknið. Ríkisstjórnin virðist stefna að Íslandsmeti í útgjöldum án atrennu. Svo mjög liggur á að skýr markmið um árangur liggja sjaldnast fyrir heldur virðist útgjaldaaukningin vera orðin markmið í sjálfu sér. Skattheimta hins opinbera er hvergi meiri en hér á landi, sé horft til aðildarríkja OECD. Nemur hún nú um 34% af landsframleiðslu og aðeins Svíar ná svipuðum hæðum og við. Miklar skattahækkanir eftirhrunsáranna voru rökstuddar með því að ekki væri önnur leið fær til að ná jafnvægi í rekstri ríkisins þar sem skatttekjur drógust mikið saman vegna hrunsins. Þær lögðust af miklum þunga á atvinnulíf og heimili sem glímdu ekki síður við grafalvarlega stöðu á þessum tíma. Þessar skattahækkanir töfðu án efa viðsnúning í efnahagslífinu. Tekjuskattur á fyrirtæki og einstaklinga, fjármagnstekjuskattur og tryggingagjald eru hærri en fyrir hrun og sérstakir skattar eru enn lagðir á banka hér á landi sem leiða til hærra vaxtastigs en ella. Ofan á það eru ótvíræð merki um kólnun í hagkerfinu. Það væri góð innspýting í efnahagslífið ef ríkisstjórnin gæti hafist handa við að lækka skatta svo um munaði. En því miður er ekkert svigrúm til þess. Þótt lækkanir hafi verið boðaðar munu þær aðeins að óverulegu leyti taka gildi á næsta ári og á sama tíma er verið að hækka aðra skatta eða leggja á nýja. Tímabundnar skattahækkanir vinstristjórnarinnar ætla svo sannarlega að reynast lífseigar undir stjórn Sjálfstæðismanna í fjármálaráðuneytinu.Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar