Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2019 15:46 Mynd sem tekin var við starfsstöð Boeing í Seattle. AP/Elaine Thompson Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, þurfa þó einhverjar vikur til að tryggja að úrræði Boeing dugi til. Þetta sagði Steve Dickson, forstjóri FAA, í dag. Galli í hugbúnaði flugvélanna er talinn hafa valdið tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Síðan þá hafa flugvélarnar verið kyrrsettar víða um heim og pantanir flugfélaga frá Boeing sömuleiðis. Fyrirtækið vonast til þess að koma þeim aftur í loftið seinna á þessu ári. Dickson sagði á ráðstefnu í dag, samkvæmt frétt Reuters, að FAA hefði fengið nýjar uppfærslur fyrir hugbúnaðinn og önnur gögn. Hann sagði þó mikla vinnu fyrir höndum og að 737 MAX-flugvélarnar færu ekki aftur í loftið fyrr en hann væri sannfærður um að þær væru fyllilega öruggar. Um helgina bárust fregnir af því að starfsmenn Boeing hafi vitað af göllum flugvélanna. Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, þurfa þó einhverjar vikur til að tryggja að úrræði Boeing dugi til. Þetta sagði Steve Dickson, forstjóri FAA, í dag. Galli í hugbúnaði flugvélanna er talinn hafa valdið tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Síðan þá hafa flugvélarnar verið kyrrsettar víða um heim og pantanir flugfélaga frá Boeing sömuleiðis. Fyrirtækið vonast til þess að koma þeim aftur í loftið seinna á þessu ári. Dickson sagði á ráðstefnu í dag, samkvæmt frétt Reuters, að FAA hefði fengið nýjar uppfærslur fyrir hugbúnaðinn og önnur gögn. Hann sagði þó mikla vinnu fyrir höndum og að 737 MAX-flugvélarnar færu ekki aftur í loftið fyrr en hann væri sannfærður um að þær væru fyllilega öruggar. Um helgina bárust fregnir af því að starfsmenn Boeing hafi vitað af göllum flugvélanna.
Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira