Eldur í rafbílum Þórhallur Guðmundsson skrifar 23. október 2019 07:19 Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar