„Ég tel að lygar séu slæmar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2019 23:30 Mark Zuckerberg stóð í ströngu við að svara spurningum Alexandriu Ocasiu-Cortez. Vísir/Getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, mætti fyrir fjármálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem ætlunin var að ræða Libra, fyrirhugaðan rafrænan gjaldmiðil. Þingmenn höfðu þó margir hverjir annað í huga og stóð Zuckerberg í ströngu við að svara spurningum nefndarmanna um allt önnur málefni en Libra. Fremst í flokki var Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona demókrata, sem notaði sínar fimm mínútur af spurningatíma til þess að spyrja Zuckerberg hversu langt Facebook myndi ganga í því að ritskoða pólitískar auglýsingar á Facebook sem augljóslega væru byggðar á lygum. Stefna Facebook er sú að stjórnmálamenn megi beinlínis ljúga í auglýsingum, eitthvað sem demókratar hafa gagnrýnt harðlega að undanförnu. Spurningar Ocasio-Cortez snerust að mestu leyti um þetta og vildi hún vita hversu langt væri hægt að ganga í að nota auglýsingar á Facebook til þess að koma röngum skilaboðum á framfæri við kjósendur.Samskipti þeirra má sjá hér að neðan.Bannað að auglýsa ranga kosningadagsetningu Spurði Ocasio-Cortez til að mynda hvort hægt væri að birta auglýsingu á Facebook sem miðuð væri að íbúum í hverfum þar sem meirihluti íbúa væru þeldökkur þar sem röng kosningadagsetning væri auglýst. Svaraði Zuckerberg því að slíkar auglýsingar yrðu teknar niður þar sem stefna Facebook bannaði meðal auglýsingar sem reyndu að hamla kosningaþátttöku.Spurði þingkonan þá hvort að hún mætti birta auglýsingar sem beindust að Repúblikönum sem væru að taka þátt í forkosningum þar sem fram kæmi að þeir greitt atkvæði með hinu svokallaða Green New Deal, umhverfisstefnu sem Ocasio-Cortez hefur hampað, þrátt fyrir að slíkt væri helber lygi.„Ég tel að það sé líklegt,“ svaraði Zuckerberg.„Þú sérð ekkert vandamál við það að engin tilraun sé gerð til þess að sannreyna staðreyndir í pólitískum auglýsingum,“ spurði Ocasio-Cortez þá.„Þingkona, ég tel að lygar séu slæmar og ég tel að ef þú myndir birta auglýsingu sem innihéldi lygi þá væri það slæmt,“ svaraði Zuckerberg.Spurði hún þá aftur hvort að Facebook myndi taka niður pólitískar auglýsingar sem innihéldu helberar lygar„Í flestum tilfellum, í lýðræðisríkjum, tel ég að þegnarnir ættu að geta séð sjálfir hvað stjórnmálamenn, hvort sem þeir hafi kosið þá eða ekki, eru að segja og dæma þá eftir því,“ svaraði Zuckerberg. Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Fyrirtæki sem nota Facebook-tengjur bera ábyrgð á gögnum Vefsíður sem hafa tengjur við samfélagsmiðla eru talin deila ábyrgð á persónuupplýsingum sem safnað er um notendur. 29. júlí 2019 16:41 Facebook þarf að greiða fimm milljarða dollara sekt Sektin er vegna persónuverndarbrota og er hluti af sátt sem Facebook gerði við Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC). 24. júlí 2019 14:09 Facebook sviptir hulunni af upplýsingasöfnuninni með nýju viðmóti Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum. 20. ágúst 2019 20:14 Viðruðu áhyggjur af málefnum Facebook Forstjóri Facebook fundaði með Bandaríkjaforseta og þingmönnum vegna áhyggja þeirra af ýmsu sem tengist tæknirisanum. Forsetinn lýsti áhyggjum af aðgerðum gegn hatursorðræðu en persónuverndarmál voru líka rædd. 21. september 2019 11:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, mætti fyrir fjármálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem ætlunin var að ræða Libra, fyrirhugaðan rafrænan gjaldmiðil. Þingmenn höfðu þó margir hverjir annað í huga og stóð Zuckerberg í ströngu við að svara spurningum nefndarmanna um allt önnur málefni en Libra. Fremst í flokki var Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona demókrata, sem notaði sínar fimm mínútur af spurningatíma til þess að spyrja Zuckerberg hversu langt Facebook myndi ganga í því að ritskoða pólitískar auglýsingar á Facebook sem augljóslega væru byggðar á lygum. Stefna Facebook er sú að stjórnmálamenn megi beinlínis ljúga í auglýsingum, eitthvað sem demókratar hafa gagnrýnt harðlega að undanförnu. Spurningar Ocasio-Cortez snerust að mestu leyti um þetta og vildi hún vita hversu langt væri hægt að ganga í að nota auglýsingar á Facebook til þess að koma röngum skilaboðum á framfæri við kjósendur.Samskipti þeirra má sjá hér að neðan.Bannað að auglýsa ranga kosningadagsetningu Spurði Ocasio-Cortez til að mynda hvort hægt væri að birta auglýsingu á Facebook sem miðuð væri að íbúum í hverfum þar sem meirihluti íbúa væru þeldökkur þar sem röng kosningadagsetning væri auglýst. Svaraði Zuckerberg því að slíkar auglýsingar yrðu teknar niður þar sem stefna Facebook bannaði meðal auglýsingar sem reyndu að hamla kosningaþátttöku.Spurði þingkonan þá hvort að hún mætti birta auglýsingar sem beindust að Repúblikönum sem væru að taka þátt í forkosningum þar sem fram kæmi að þeir greitt atkvæði með hinu svokallaða Green New Deal, umhverfisstefnu sem Ocasio-Cortez hefur hampað, þrátt fyrir að slíkt væri helber lygi.„Ég tel að það sé líklegt,“ svaraði Zuckerberg.„Þú sérð ekkert vandamál við það að engin tilraun sé gerð til þess að sannreyna staðreyndir í pólitískum auglýsingum,“ spurði Ocasio-Cortez þá.„Þingkona, ég tel að lygar séu slæmar og ég tel að ef þú myndir birta auglýsingu sem innihéldi lygi þá væri það slæmt,“ svaraði Zuckerberg.Spurði hún þá aftur hvort að Facebook myndi taka niður pólitískar auglýsingar sem innihéldu helberar lygar„Í flestum tilfellum, í lýðræðisríkjum, tel ég að þegnarnir ættu að geta séð sjálfir hvað stjórnmálamenn, hvort sem þeir hafi kosið þá eða ekki, eru að segja og dæma þá eftir því,“ svaraði Zuckerberg.
Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Fyrirtæki sem nota Facebook-tengjur bera ábyrgð á gögnum Vefsíður sem hafa tengjur við samfélagsmiðla eru talin deila ábyrgð á persónuupplýsingum sem safnað er um notendur. 29. júlí 2019 16:41 Facebook þarf að greiða fimm milljarða dollara sekt Sektin er vegna persónuverndarbrota og er hluti af sátt sem Facebook gerði við Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC). 24. júlí 2019 14:09 Facebook sviptir hulunni af upplýsingasöfnuninni með nýju viðmóti Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum. 20. ágúst 2019 20:14 Viðruðu áhyggjur af málefnum Facebook Forstjóri Facebook fundaði með Bandaríkjaforseta og þingmönnum vegna áhyggja þeirra af ýmsu sem tengist tæknirisanum. Forsetinn lýsti áhyggjum af aðgerðum gegn hatursorðræðu en persónuverndarmál voru líka rædd. 21. september 2019 11:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fyrirtæki sem nota Facebook-tengjur bera ábyrgð á gögnum Vefsíður sem hafa tengjur við samfélagsmiðla eru talin deila ábyrgð á persónuupplýsingum sem safnað er um notendur. 29. júlí 2019 16:41
Facebook þarf að greiða fimm milljarða dollara sekt Sektin er vegna persónuverndarbrota og er hluti af sátt sem Facebook gerði við Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC). 24. júlí 2019 14:09
Facebook sviptir hulunni af upplýsingasöfnuninni með nýju viðmóti Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum. 20. ágúst 2019 20:14
Viðruðu áhyggjur af málefnum Facebook Forstjóri Facebook fundaði með Bandaríkjaforseta og þingmönnum vegna áhyggja þeirra af ýmsu sem tengist tæknirisanum. Forsetinn lýsti áhyggjum af aðgerðum gegn hatursorðræðu en persónuverndarmál voru líka rædd. 21. september 2019 11:45