Fleiri leita til Svíþjóðar til að stunda nám Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 09:45 Frá kynningu sænsku skólanna í Háskóla Íslands á síðasta ári. Håkan Juholt Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn. Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn.
Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira