Microsoft tekið fram yfir Amazon um milljarða dollara varnarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 17:24 Varnarsamningurinn sem Microsoft hlaut nefnist JEDI og gengur út á að nútímavæða tölvukerfi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. AP/Michel Euler Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon. Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira