Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. október 2019 18:30 Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Í byrjun mars beindi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis því til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eftir nánari upplýsingum frá Seðlabankanum um meinta upplýsingagjöf til fréttastofu RÚV í aðdraganda húsleitar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í húsakynnum Samherja. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Katrín óskaði eftir upplýsingum um meintan upplýsingaleka og barst svar frá Seðlabankanum þann 12. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að eftir yfirferð í tölvupósthólf Más Guðmundssonar, þáverandi bankastjóra og hjá fyrrum aðstoðarbankastjóra hafi ekkert hafi fundist sem styður leka til RÚV. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliTölvupóstur staðfesti samskipti rúmum mánuði fyrir húsleitina Í ágúst barst svo annað svarbréf frá Seðlabankanum og hefur fréttastofa bréfið undir höndum. Þar segir frá frekari athugun innri endurskoðanda bankans á tölvupósti og vinnugögnum stjórnenda gjaldeyriseftirlitsins. Í bréfinu kemur fram að skoðunin hafi leitt í ljós pósta í pósthólfi fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits sem staðfesta samskipti hans við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina í mars 2012. Framkvæmdastjórinn sem á í hlut er Ingibjörg Guðbjartsdóttir sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Ingibjörg fékk átta milljóna króna námsstyrk frá Seðlabankanum til að stunda framhaldsnám við Harvard-háskóla auk sextíu prósent launa í tólf mánuði á meðan hún var í náminu. Upplýst var um upphæð styrksins eftir að Seðlabankinn tapaði dómsmáli gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Þá kemur fram í bréfinu að áður hafi komið fram að gjaldeyriseftirlitið hafi verið í sambandi við fréttamann RÚV vegna upplýsinga sem fréttamaðurinn veitti því. Samskiptin virðist hafa tengst því og í engum póstanna séu trúnaðarupplýsingar sendar fréttamanninum. Í einum póstinum sem sendur var daginn fyrir húsleitina virðist sem fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um húsleitina. Ekkert svar við póstinum sé að finna í pósthólfi framkvæmdastjórans.Háttsemin kunni að fela í sér refsivert brot Í bréfi forsætisráðherra til Seðlabankans frá því núna í september, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, er vísað til þess að í minnisblaði innri endurskoðenda bankans komi fram að gögnin beri með sér að annar tiltekinn starfsmaður Seðlabanka Íslands hafi verið í samskiptum við starfsmann RÚV á þessum tíma. Ekki sé þó vitað hvernig RÚV hafi komist yfir upplýsingar um húsleitina. Þá segir í bréfi forsætisráðherra að háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot og því hafi forsætisráðuneytið ákveðið að upplýsa embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið. Sama dag sendi ráðherra lögreglustjóranum bréf, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, þar sem segir að forsætisráðuneytið hafi ekki úrræði til að upplýsa málið frekar. Þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot sé rétt að upplýsa lögreglustjóra um málið, óháð því hvort hugsanleg lögbrot kunni að vera fyrnd.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.fbl/antonSegir húsleitina hafa verið stórskipulagða árás Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að nú sé í fyrsta sinn komin formleg viðurkenning á samskiptum RÚV og Seðlabankans „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkar hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram þá var RÚV mætt þannig þeir hafa í raun alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már. Þetta hafi verið þaulskipulögð árás, gerð til að valda sem mestu tjóni. „Og það að forsætisráðherra vísi þessu máli til lögreglu sýnir náttúrulega alvarleika málsins,“ segir Þorsteinn Már. Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Í byrjun mars beindi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis því til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eftir nánari upplýsingum frá Seðlabankanum um meinta upplýsingagjöf til fréttastofu RÚV í aðdraganda húsleitar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í húsakynnum Samherja. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Katrín óskaði eftir upplýsingum um meintan upplýsingaleka og barst svar frá Seðlabankanum þann 12. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að eftir yfirferð í tölvupósthólf Más Guðmundssonar, þáverandi bankastjóra og hjá fyrrum aðstoðarbankastjóra hafi ekkert hafi fundist sem styður leka til RÚV. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliTölvupóstur staðfesti samskipti rúmum mánuði fyrir húsleitina Í ágúst barst svo annað svarbréf frá Seðlabankanum og hefur fréttastofa bréfið undir höndum. Þar segir frá frekari athugun innri endurskoðanda bankans á tölvupósti og vinnugögnum stjórnenda gjaldeyriseftirlitsins. Í bréfinu kemur fram að skoðunin hafi leitt í ljós pósta í pósthólfi fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits sem staðfesta samskipti hans við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina í mars 2012. Framkvæmdastjórinn sem á í hlut er Ingibjörg Guðbjartsdóttir sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Ingibjörg fékk átta milljóna króna námsstyrk frá Seðlabankanum til að stunda framhaldsnám við Harvard-háskóla auk sextíu prósent launa í tólf mánuði á meðan hún var í náminu. Upplýst var um upphæð styrksins eftir að Seðlabankinn tapaði dómsmáli gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Þá kemur fram í bréfinu að áður hafi komið fram að gjaldeyriseftirlitið hafi verið í sambandi við fréttamann RÚV vegna upplýsinga sem fréttamaðurinn veitti því. Samskiptin virðist hafa tengst því og í engum póstanna séu trúnaðarupplýsingar sendar fréttamanninum. Í einum póstinum sem sendur var daginn fyrir húsleitina virðist sem fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um húsleitina. Ekkert svar við póstinum sé að finna í pósthólfi framkvæmdastjórans.Háttsemin kunni að fela í sér refsivert brot Í bréfi forsætisráðherra til Seðlabankans frá því núna í september, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, er vísað til þess að í minnisblaði innri endurskoðenda bankans komi fram að gögnin beri með sér að annar tiltekinn starfsmaður Seðlabanka Íslands hafi verið í samskiptum við starfsmann RÚV á þessum tíma. Ekki sé þó vitað hvernig RÚV hafi komist yfir upplýsingar um húsleitina. Þá segir í bréfi forsætisráðherra að háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot og því hafi forsætisráðuneytið ákveðið að upplýsa embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið. Sama dag sendi ráðherra lögreglustjóranum bréf, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, þar sem segir að forsætisráðuneytið hafi ekki úrræði til að upplýsa málið frekar. Þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot sé rétt að upplýsa lögreglustjóra um málið, óháð því hvort hugsanleg lögbrot kunni að vera fyrnd.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.fbl/antonSegir húsleitina hafa verið stórskipulagða árás Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að nú sé í fyrsta sinn komin formleg viðurkenning á samskiptum RÚV og Seðlabankans „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkar hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram þá var RÚV mætt þannig þeir hafa í raun alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már. Þetta hafi verið þaulskipulögð árás, gerð til að valda sem mestu tjóni. „Og það að forsætisráðherra vísi þessu máli til lögreglu sýnir náttúrulega alvarleika málsins,“ segir Þorsteinn Már.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira