Innlent

Stútur ók á felgunni og endaði upp á hringtorgi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás í heimahúsi í Vesturbænum. Þar hafði komið upp ágreiningur sem endaði í slagsmálum.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás í heimahúsi í Vesturbænum. Þar hafði komið upp ágreiningur sem endaði í slagsmálum. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás í heimahúsi í Vesturbænum. Þar hafði komið upp ágreiningur sem endaði í slagsmálum. Samkvæmt dagbók lögreglu var árásarþola ekið á sjúkrahús með sár á enni en árásarmaðurinn var handtekinn. Honum var svo sleppt eftir að búið var að ræða við hann.

Þá var tilkynnt um innbrot í leikskóla í Breiðholti, þar sem engu virðist hafa verið stolið, og heimahús í Hafnarfirði. Þar var gluggi spenntur upp og verðmætum stolið.

Þó nokkrir ökumenn voru stöðvaði í gærkvöldi og í nótt vegna grunns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn slíkur hefur margsinnis verið sviptur ökuréttindum og annar var aðeins 17 ára.

Einn lenti upp á hringtorgi á Vesturlandsvegi við Bauhaus. Annað dekkið vantaði að framan og hafði hann ekið á felgunni frá Ártúnsbrekku. Hann er grunaður um ölvun við akstur.

Í einu tilviki varð árekstur á Úlfarfellsvegi og er annar ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann hefur ítrekað verið sviptur ökuréttingum og er grunaður um ofbeldi gegn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×