Hvers virði er fyrirtækið þitt? Árni Jón Pálsson skrifar 10. október 2019 08:15 Kynslóðaskipti eru að verða í mörgum fyrirtækjum og þá spyrja eigendur sig hvort rekstrinum sé best borgið hjá erfingjum eða hvort skynsamlegt sé að selja. En hvers virði er fyrirtækið þitt? Heilmikil fræði hafa skapast í kringum hvernig skal verðmeta fyrirtæki en vandamálið við flestallar þær aðferðir er að viðkomandi þarf að hafa mikla skoðun á framtíðinni og ótal breytum í rekstri félagsins. Þar vandast nefnilega málið. Verðmatsaðferðir þessar byggja að mestu leyti á því að virði fyrirtækis sé samtala núvirts sjóðstreymis út í hið óendanlega. En hvernig metur þú sjóðstreymi félagsins mörg ár fram í tímann með nákvæmum hætti? Þú gerir það ekki. Undirritaður hefur komið að fjölmörgum fyrirtækjaviðskiptum bæði sem fjárfestir hjá Alfa Framtak og ráðgjafi og séð fjölmargar aðferðir við mat á virði fyrirtækja. Hugmyndin er þó ekki að fara í fræðilegar útskýringar á verðmatslíkönum enda ætti það ekki að vera fyrsta skref að mínu mati þegar fyrirtæki er metið. Þegar ég hugsa um virði fyrirtækis þá geri ég það út frá tveimur víddum. Annars vegar út frá þeim áhættuþáttum sem ég sé í rekstrinum og huglægu mati á líkum á að slík áhætta raungerist og hins vegar út frá þeim tækifærum og vaxtarmöguleikum sem félagið býr yfir. Því meiri áhættu sem ég þarf að bera sem fjárfestir þeim mun hærri kröfu til ávöxtunar geri ég til félagsins sem þýðir að öðru óbreyttu lægra verð fyrir seljanda. Ef mörg tækifæri eru hins vegar til staðar til að vaxa og auka sölu og þjónustu þýðir það að óbreyttu hærra verð fyrir seljanda. Þannig hef ég tamið mér að spyrja nokkurra lykilspurninga til að hjálpa mér að skilja áhættu og tækifæri sem fylgir eignarhaldi á viðkomandi fyrirtæki. Dæmi um spurningar sem ég spyr mig eru hvort horfur séu jákvæðar eða neikvæðar fyrir markaðinn sem fyrirtækið starfar á, hvort stjórnendateymi sé sterkt, áreiðanlegt og viljugt til að halda áfram rekstri félagsins, og hvort viðskiptavinir séu tryggir og versli endurtekið hjá félaginu. Ekki er alltaf skýrt svar við þessum spurningum en að fara í gegnum svona hugsunarferil hjálpar að meta áhættu og framtíðarmöguleika félagsins. Það sem ég sé oft sem stærsta áhættuþáttinn hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum er að eigandinn er oftar en ekki lykilstarfsmaður fyrirtækisins og hefur flesta þræði rekstursins í höndum sér. Mikilvægt er að enginn einn aðili sé ómissandi enda eykur það áhættu á áföllum ef eitthvað kemur fyrir viðkomandi. Þess vegna ætti eigandinn/lykilstarfsmaðurinn að byrja að huga að þessum málum nokkrum misserum áður en selt er ef hámarka á verðmæti rekstrarins. Ef rekstur félags stendur og fellur með þér eða einum starfsmanni þá áttu lítil seljanleg verðmæti í rekstrinum. En skiptir arðsemi engu máli? Jú, viðkomandi fyrirtæki með jákvæðar horfur, öflugt stjórnendateymi og trygga viðskiptavini gæti vel verðlagt vöru og þjónustu sína svo lágt að engin afkoma er eftir fyrir hluthafa þess. Viðskipti eiga nefnilega að mínu mati að vera einhvers virði fyrir báða aðila, þann sem selur og þann sem kaupir. Því er mikilvægt að skoða í sinni einföldustu mynd hversu mikið er bankareikningur félagsins að vaxa á hverju ári, hversu stórum hluta er hægt að ráðstafa í arð til hluthafa og hvert er hlutfall arðs af tekjum. Fyrirtæki með lága framlegð eru í eðli sínu viðkvæmari fyrir áföllum þar sem lítið má út af bregða áður en hagnaður snýst í tap. Aftur komum við að því að aukin áhætta þýðir lægra verð. Að lokum þarf að velta því upp hversu viðkvæm samkeppnisstaða félagsins er. Er hætta á að missa stóra viðskiptavini, er auðvelt að koma inn á markaðinn og fara í samkeppni eða þarf mikla þekkingu og fjármagn til þess? Er vörumerkið með mikla góðvild hjá viðskiptavinum eða er þeim sama við hvern þeir versla? Frábært dæmi eru fyrirtæki eins og Brauð & Co og World Class sem hafa byggt upp tryggan viðskiptavinahóp sem lítur varla á vöru samkeppnisaðilans. Taktu stöðumat á þessum þáttum og fáðu álit frá aðilum sem þú treystir og hafa viðeigandi þekkingu. Gerðu þær breytingar sem þarf til að auka virði og seljanleika þíns fyrirtækis, sé ætlun þín að selja í náinni framtíð. Svo hvers virði er fyrirtækið þitt, eða ætti ég að segja hversu áhættusamt er fyrirtækið þitt?Höfundur er partner hjá Alfa Framtak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Kynslóðaskipti eru að verða í mörgum fyrirtækjum og þá spyrja eigendur sig hvort rekstrinum sé best borgið hjá erfingjum eða hvort skynsamlegt sé að selja. En hvers virði er fyrirtækið þitt? Heilmikil fræði hafa skapast í kringum hvernig skal verðmeta fyrirtæki en vandamálið við flestallar þær aðferðir er að viðkomandi þarf að hafa mikla skoðun á framtíðinni og ótal breytum í rekstri félagsins. Þar vandast nefnilega málið. Verðmatsaðferðir þessar byggja að mestu leyti á því að virði fyrirtækis sé samtala núvirts sjóðstreymis út í hið óendanlega. En hvernig metur þú sjóðstreymi félagsins mörg ár fram í tímann með nákvæmum hætti? Þú gerir það ekki. Undirritaður hefur komið að fjölmörgum fyrirtækjaviðskiptum bæði sem fjárfestir hjá Alfa Framtak og ráðgjafi og séð fjölmargar aðferðir við mat á virði fyrirtækja. Hugmyndin er þó ekki að fara í fræðilegar útskýringar á verðmatslíkönum enda ætti það ekki að vera fyrsta skref að mínu mati þegar fyrirtæki er metið. Þegar ég hugsa um virði fyrirtækis þá geri ég það út frá tveimur víddum. Annars vegar út frá þeim áhættuþáttum sem ég sé í rekstrinum og huglægu mati á líkum á að slík áhætta raungerist og hins vegar út frá þeim tækifærum og vaxtarmöguleikum sem félagið býr yfir. Því meiri áhættu sem ég þarf að bera sem fjárfestir þeim mun hærri kröfu til ávöxtunar geri ég til félagsins sem þýðir að öðru óbreyttu lægra verð fyrir seljanda. Ef mörg tækifæri eru hins vegar til staðar til að vaxa og auka sölu og þjónustu þýðir það að óbreyttu hærra verð fyrir seljanda. Þannig hef ég tamið mér að spyrja nokkurra lykilspurninga til að hjálpa mér að skilja áhættu og tækifæri sem fylgir eignarhaldi á viðkomandi fyrirtæki. Dæmi um spurningar sem ég spyr mig eru hvort horfur séu jákvæðar eða neikvæðar fyrir markaðinn sem fyrirtækið starfar á, hvort stjórnendateymi sé sterkt, áreiðanlegt og viljugt til að halda áfram rekstri félagsins, og hvort viðskiptavinir séu tryggir og versli endurtekið hjá félaginu. Ekki er alltaf skýrt svar við þessum spurningum en að fara í gegnum svona hugsunarferil hjálpar að meta áhættu og framtíðarmöguleika félagsins. Það sem ég sé oft sem stærsta áhættuþáttinn hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum er að eigandinn er oftar en ekki lykilstarfsmaður fyrirtækisins og hefur flesta þræði rekstursins í höndum sér. Mikilvægt er að enginn einn aðili sé ómissandi enda eykur það áhættu á áföllum ef eitthvað kemur fyrir viðkomandi. Þess vegna ætti eigandinn/lykilstarfsmaðurinn að byrja að huga að þessum málum nokkrum misserum áður en selt er ef hámarka á verðmæti rekstrarins. Ef rekstur félags stendur og fellur með þér eða einum starfsmanni þá áttu lítil seljanleg verðmæti í rekstrinum. En skiptir arðsemi engu máli? Jú, viðkomandi fyrirtæki með jákvæðar horfur, öflugt stjórnendateymi og trygga viðskiptavini gæti vel verðlagt vöru og þjónustu sína svo lágt að engin afkoma er eftir fyrir hluthafa þess. Viðskipti eiga nefnilega að mínu mati að vera einhvers virði fyrir báða aðila, þann sem selur og þann sem kaupir. Því er mikilvægt að skoða í sinni einföldustu mynd hversu mikið er bankareikningur félagsins að vaxa á hverju ári, hversu stórum hluta er hægt að ráðstafa í arð til hluthafa og hvert er hlutfall arðs af tekjum. Fyrirtæki með lága framlegð eru í eðli sínu viðkvæmari fyrir áföllum þar sem lítið má út af bregða áður en hagnaður snýst í tap. Aftur komum við að því að aukin áhætta þýðir lægra verð. Að lokum þarf að velta því upp hversu viðkvæm samkeppnisstaða félagsins er. Er hætta á að missa stóra viðskiptavini, er auðvelt að koma inn á markaðinn og fara í samkeppni eða þarf mikla þekkingu og fjármagn til þess? Er vörumerkið með mikla góðvild hjá viðskiptavinum eða er þeim sama við hvern þeir versla? Frábært dæmi eru fyrirtæki eins og Brauð & Co og World Class sem hafa byggt upp tryggan viðskiptavinahóp sem lítur varla á vöru samkeppnisaðilans. Taktu stöðumat á þessum þáttum og fáðu álit frá aðilum sem þú treystir og hafa viðeigandi þekkingu. Gerðu þær breytingar sem þarf til að auka virði og seljanleika þíns fyrirtækis, sé ætlun þín að selja í náinni framtíð. Svo hvers virði er fyrirtækið þitt, eða ætti ég að segja hversu áhættusamt er fyrirtækið þitt?Höfundur er partner hjá Alfa Framtak.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun