Meirihluta stjórnar Valitor var skipt út í miðju söluferli Hörður Ægisson skrifar 14. október 2019 06:45 Valitor var rekið með tæplega 2,8 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Fréttablaðið/Stefán Meirihluta stjórnarmanna Valitor, meðal annars formanni stjórnar, hefur verið skipt út en greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gengið frá breytingunum í síðustu viku. Þau Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og fyrrverandi forstjóri Framtakssjóðs Íslands, Renier Lemmens, stjórnarmaður í Arion sem hefur meðal annars verið forstjóri hjá PayPal og setið í stjórn breska fjártæknifyrirtækisins Revolut, og Þór Hauksson, sem starfaði áður í fjármálaráðgjöf Deloitte og stýrði fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands, koma ný inn í fimm manna stjórn Valitor. Á meðal þeirra sem fara út úr í stjórn félagsins er Guðmundur Þorbjörnsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri EFLU, en hann hefur setið í stjórninni frá árinu 2010 og gegnt starfi stjórnarformanns undanfarin sex ár. Þá hafa þau Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, og Jónína S. Lárusdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion í síðasta mánuði, einnig hætt í stjórn Valitor. Greiðslumiðlunarfyrirtækið er skilgreint sem eign til sölu í reikningum Arion banka og yfirlýst markmið bankans er að selja félagið að hluta eða fullu. Gert hefur verið ráð fyrir því að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári en bandaríski fjárfestingarbankinn Citi hefur umsjón með sölunni. Áhugasamir fjárfestar höfðu frest til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Valior um miðjan júlí síðastliðinn en í reikningum Arion banka er Valitor bókfært á 13,2 milljarða króna. Engar upplýsingar hafa fengist hjá Arion um hversu mörg tilboð bárust í Valitor en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Fari Ísland á svonefndan gráan lista FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eins og fastlega er gert ráð fyrir að verði niðurstaðan síðar í þessum mánuði, gæti það sett strik í reikninginn fyrir söluferlið á Valitor, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Greint var frá því í liðinni viku að sérfræðingahópur FATF teldi að enn stæðu út af sex atriði hjá stjórnvöldum sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ísland fer þá á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Á síðasta ári nam tap Valitor Holding, sem er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, um 1,9 milljörðum króna en Valitor hefur ráðist í miklar fjárfestingar samhliða örum vexti í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað“. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Meirihluta stjórnarmanna Valitor, meðal annars formanni stjórnar, hefur verið skipt út en greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gengið frá breytingunum í síðustu viku. Þau Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og fyrrverandi forstjóri Framtakssjóðs Íslands, Renier Lemmens, stjórnarmaður í Arion sem hefur meðal annars verið forstjóri hjá PayPal og setið í stjórn breska fjártæknifyrirtækisins Revolut, og Þór Hauksson, sem starfaði áður í fjármálaráðgjöf Deloitte og stýrði fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands, koma ný inn í fimm manna stjórn Valitor. Á meðal þeirra sem fara út úr í stjórn félagsins er Guðmundur Þorbjörnsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri EFLU, en hann hefur setið í stjórninni frá árinu 2010 og gegnt starfi stjórnarformanns undanfarin sex ár. Þá hafa þau Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, og Jónína S. Lárusdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion í síðasta mánuði, einnig hætt í stjórn Valitor. Greiðslumiðlunarfyrirtækið er skilgreint sem eign til sölu í reikningum Arion banka og yfirlýst markmið bankans er að selja félagið að hluta eða fullu. Gert hefur verið ráð fyrir því að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári en bandaríski fjárfestingarbankinn Citi hefur umsjón með sölunni. Áhugasamir fjárfestar höfðu frest til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Valior um miðjan júlí síðastliðinn en í reikningum Arion banka er Valitor bókfært á 13,2 milljarða króna. Engar upplýsingar hafa fengist hjá Arion um hversu mörg tilboð bárust í Valitor en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Fari Ísland á svonefndan gráan lista FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eins og fastlega er gert ráð fyrir að verði niðurstaðan síðar í þessum mánuði, gæti það sett strik í reikninginn fyrir söluferlið á Valitor, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Greint var frá því í liðinni viku að sérfræðingahópur FATF teldi að enn stæðu út af sex atriði hjá stjórnvöldum sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ísland fer þá á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Á síðasta ári nam tap Valitor Holding, sem er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, um 1,9 milljörðum króna en Valitor hefur ráðist í miklar fjárfestingar samhliða örum vexti í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað“.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira