Skoðun

Áheyrnarprufur

Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar
Leikfélagið Flannelpípur lýsir eftir 146 leikurum af öllum stærðum og gerðum fyrir glænýja uppsetningu á íslensku leikriti í Baðhúsinu á Fjólustræti.

Vinsamlegast komið með tvær einræður undirbúnar. Við afþökkum hins vegar eftirfarandi einræður:

„Að vera eða ekki vera?…“ Hamlet, þriðji hluti, fyrsta sena.

„Fólk sem er einmana?…“ Englar í Ameríku, fyrsti hluti, þriðja sena.

„Hjálp, ég er norn á geðlyfjum.“ Norn, fyrsti hluti, önnur sena.

„Ó Rómeó, Rómeó?…“ Rómeó og Júlía, annar hluti, önnur sena.

„Þessar hendur, þessar hendur.“ Sumar í Holtagörðum, þriðji hluti, þriðja sena.

„Nei, Loftur!“ Galdra-Loftur, þriðji hluti, fyrsta sena.

„Gefðu mér Guggur! Gefðu mér Gissur!“ Fiskur í Borg, þriðji hluti, þriðja sena.

„Líkhúsin brenna nafla og búa til cheerios.“ Blokkarkrakkar, annar hluti, fjórða sena.

„…?eins og köttur á heitu þaki!“ Köttur á Heitu þaki, fyrsti hluti, fyrsta sena.

„Ég fann þig bakvið glyrnurnar.“ Í Mexíkó dansa þeir á rafmögnuðum girðingum, annar hluti, önnur sena.

„Hættu að vanrækja mig!“ Búkolla, fyrsti hluti, fyrsta sena.

„Sókrates kann ekki að tefla.“ Skák í mátunarklefa, sjötti hluti, fyrsta sena.

Sendið ferilskrá og svart-hvíta ljósmynd í pósti og stílið á:

Leikfélagið Flannelpípur

Baðhúsinu

Fjólustræti 7



Athugið að við tökum ekki á móti umsóknum í tölvupósti.

Ef leikari fer með áðurnefndar einræður í áheyrnarprufunum verða þeir skotnir á staðnum.




Skoðun

Sjá meira


×