Árangur í verki Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 15. október 2019 11:30 Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Ráðherrar okkar í heilbrigðis- og umhverfismálum hafa einnig staðið sig með miklum sóma. Nú er kjörtímabilið hálfnað og þá er viðeigandi að við komum saman aftur, förum yfir farinn veg og lítum björtum augum til framtíðar. Það skapast yfirleitt fjörugar umræður um hin ýmsu mál þegar félagar í VG koma saman og það er sérstaklega gaman að rifja upp hversu mikið af þeim málum sem landsfundur VG 2017 ályktaði um rataði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn skemmtilegra er að rifja upp hversu margt hefur komist til framkvæmdar og verður það ekki allt tíundað hér. Það má nefna eflt og endurbætt strandveiðikerfi, opinberan leigumarkað á makríl fyrir minni útgerðir og afkomutengd veiðigjöld eftir útgerðarflokkum. Allt þetta stuðlar að byggðafestu og jákvæðri byggðaþróun í sjávarbyggðunum sem VG leggur áherslu á í stjórnarsamstarfinu. Þannig má einnig nefna að lækkun greiðsluþátttöku i heilbrigðiskerfinu, efling heilsugæslunnar og fjölgun hjúkrunarrýma um allt land, uppbygging almenningssamgangna og að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa á landsbyggðinni voru allt mál sem landsfundur VG 2017 kom sér saman um. Það á einnig við um sjálfbæran landbúnað og viðbrögð við vanda sauðfjárbænda. Búið er að skapa ramma utan um uppbyggingu fiskeldis sem sátt er um og að sú atvinnugrein byggist upp í sátt við náttúru og samfélag. Sú atvinnugrein hefur verið í miklum vexti á Vestfjörðum og blásið lífi í byggðarlög sem hafa átt í vök að verjast um langa hríð. Það eru mörg verk eftir óunninn og við viljum svo gjarnan fá að heyra það milliliðalaust frá okkar félögum hvar við eigum að beita kröftunum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Uppbygging flutningskerfis raforku, lækkun á dreifingarkostnaði á raforku og að koma í veg fyrir jarðasöfnun auðmanna eru málefni sem mér eru hugleikin og þarf að vinna áfram að svo byggðirnar séu sterkar og ákjósanlegar til búsetu. Við erum að halda áfram að byggja ofan á Lífskjarasamningana með kjarabótum til aldraðra, öryrkja og almennings m.a. í formi framboðs á ódýru húsnæði og þrepaskiptu skattkerfi og aðgengi að menntun og menningu óháð efnahag og búsetu við erum að efla velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn eins og áherslan á umhverfis og loftslagsmál ber með sér og stórátak í innviðauppbyggingu í samgöngu- og heilbrigðismálum eru skýr dæmi um. Það er því deginum ljósara að það skiptir máli að VG komi að því að stjórna landinu.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri græn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Ráðherrar okkar í heilbrigðis- og umhverfismálum hafa einnig staðið sig með miklum sóma. Nú er kjörtímabilið hálfnað og þá er viðeigandi að við komum saman aftur, förum yfir farinn veg og lítum björtum augum til framtíðar. Það skapast yfirleitt fjörugar umræður um hin ýmsu mál þegar félagar í VG koma saman og það er sérstaklega gaman að rifja upp hversu mikið af þeim málum sem landsfundur VG 2017 ályktaði um rataði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn skemmtilegra er að rifja upp hversu margt hefur komist til framkvæmdar og verður það ekki allt tíundað hér. Það má nefna eflt og endurbætt strandveiðikerfi, opinberan leigumarkað á makríl fyrir minni útgerðir og afkomutengd veiðigjöld eftir útgerðarflokkum. Allt þetta stuðlar að byggðafestu og jákvæðri byggðaþróun í sjávarbyggðunum sem VG leggur áherslu á í stjórnarsamstarfinu. Þannig má einnig nefna að lækkun greiðsluþátttöku i heilbrigðiskerfinu, efling heilsugæslunnar og fjölgun hjúkrunarrýma um allt land, uppbygging almenningssamgangna og að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa á landsbyggðinni voru allt mál sem landsfundur VG 2017 kom sér saman um. Það á einnig við um sjálfbæran landbúnað og viðbrögð við vanda sauðfjárbænda. Búið er að skapa ramma utan um uppbyggingu fiskeldis sem sátt er um og að sú atvinnugrein byggist upp í sátt við náttúru og samfélag. Sú atvinnugrein hefur verið í miklum vexti á Vestfjörðum og blásið lífi í byggðarlög sem hafa átt í vök að verjast um langa hríð. Það eru mörg verk eftir óunninn og við viljum svo gjarnan fá að heyra það milliliðalaust frá okkar félögum hvar við eigum að beita kröftunum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Uppbygging flutningskerfis raforku, lækkun á dreifingarkostnaði á raforku og að koma í veg fyrir jarðasöfnun auðmanna eru málefni sem mér eru hugleikin og þarf að vinna áfram að svo byggðirnar séu sterkar og ákjósanlegar til búsetu. Við erum að halda áfram að byggja ofan á Lífskjarasamningana með kjarabótum til aldraðra, öryrkja og almennings m.a. í formi framboðs á ódýru húsnæði og þrepaskiptu skattkerfi og aðgengi að menntun og menningu óháð efnahag og búsetu við erum að efla velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn eins og áherslan á umhverfis og loftslagsmál ber með sér og stórátak í innviðauppbyggingu í samgöngu- og heilbrigðismálum eru skýr dæmi um. Það er því deginum ljósara að það skiptir máli að VG komi að því að stjórna landinu.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun