Hlutafé Jubileum aukið um 30 milljónir Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. október 2019 07:45 Birgir Þór Bieltvedt. Hlutafé Jubileum, sem á veitingastaðina Cafe Paris og Snaps, var nýverið aukið um 30 milljónir króna. Þetta staðfestir Birgir Þór Bieltvedt, sem á eignarhaldsfélagið ásamt eiginkonu sinni, Eygló Kjartansdóttur, í samtali við Markaðinn. Birgir segir að veitingarekstur hafi verið erfiður síðustu misseri. Í stað þess að skuldsetja fyrirtækið væri ráðlegra að auka hlutafé. „Ég kappkosta að styrkja félögin og lækka skuldir. Þetta er liður í því,“ segir hann. Fjármunirnir muni fyrst og fremst nýtast Jubileum og Snaps en ekki Cafe Paris. Samhliða jókst hlutur Jubileum í Snaps í 85-90 prósent. Stofnendur staðarins, Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, eiga það sem eftir stendur auk kaupréttar að hlutafé. „Ég hef tröllatrú á að því að það séu góðir tímar fram undan á Íslandi. Það þarf bara að þrauka þangað til og aðlaga reksturinn breyttum forsendum,“ segir hann. Að sögn Birgis hefur rekstur Cafe Paris gengið vel að undanförnu. Sumarið hafi verið sérstaklega gott. Framkvæmdir hafi staðið yfir í grennd við Snaps sem sett hafi strik í reikninginn en nú sjái fyrir endann á þeim. Veitingastaðurinn sé í góðum rekstri þrátt fyrir framkvæmdirnar og fækkun ferðamanna. Eigið fé Jubileum var neikvætt um 13 milljónir króna árið 2018 sem einkum má rekja til mikils taps hjá Cafe Paris. Jubileum tapaði 335 milljónum árið 2018 og 80 milljónum árið áður. Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hlutafé Jubileum, sem á veitingastaðina Cafe Paris og Snaps, var nýverið aukið um 30 milljónir króna. Þetta staðfestir Birgir Þór Bieltvedt, sem á eignarhaldsfélagið ásamt eiginkonu sinni, Eygló Kjartansdóttur, í samtali við Markaðinn. Birgir segir að veitingarekstur hafi verið erfiður síðustu misseri. Í stað þess að skuldsetja fyrirtækið væri ráðlegra að auka hlutafé. „Ég kappkosta að styrkja félögin og lækka skuldir. Þetta er liður í því,“ segir hann. Fjármunirnir muni fyrst og fremst nýtast Jubileum og Snaps en ekki Cafe Paris. Samhliða jókst hlutur Jubileum í Snaps í 85-90 prósent. Stofnendur staðarins, Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, eiga það sem eftir stendur auk kaupréttar að hlutafé. „Ég hef tröllatrú á að því að það séu góðir tímar fram undan á Íslandi. Það þarf bara að þrauka þangað til og aðlaga reksturinn breyttum forsendum,“ segir hann. Að sögn Birgis hefur rekstur Cafe Paris gengið vel að undanförnu. Sumarið hafi verið sérstaklega gott. Framkvæmdir hafi staðið yfir í grennd við Snaps sem sett hafi strik í reikninginn en nú sjái fyrir endann á þeim. Veitingastaðurinn sé í góðum rekstri þrátt fyrir framkvæmdirnar og fækkun ferðamanna. Eigið fé Jubileum var neikvætt um 13 milljónir króna árið 2018 sem einkum má rekja til mikils taps hjá Cafe Paris. Jubileum tapaði 335 milljónum árið 2018 og 80 milljónum árið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira