
Sjálfstæði blaðamanna
Gott dæmi um tilraunir stjórnvalda til þess að hafa áhrif á tjáningarfrelsið er að finna í stefnuskrá Laga og réttar, ráðandi stjórnmálaflokks í Póllandi og sigurvegara kosninganna um síðustu helgi, en flokkurinn hefur á stefnuskrá sinni „að setja sérstakar reglur um blaðamenn og búa til „nýtt fjölmiðlaskipulag” í landinu,” svo vitnað sé í frétt á heimasíðu BÍ, press.is, af þessu tilefni. Mogens Blicher Bjærregaard, forseti Evrópusambands blaðamanna, segir að með því að regluvæða blaðamannastéttina sé verið að binda enda á fjölmiðlafrelsi. Það sé skylda stjórnvalda í lýðfrjálsum ríkjum að styðja skilyrðislaust við frelsi fjölmiðla, en hins vegar sé það skylda blaðamanna og fjölmiðlanna að tryggja siðferðisviðmið og sjálfseftirlit!
Nú vill svo óskemmtilega til að jafnvel hér á Ísa köldu landi á hjara veraldar erum við að glíma við draug þessa kyns í gervi svokallaðrar Fjölmiðlanefndar. Svo því sé til haga haldið að þá hefur nefndin ekki enn náð 10 ára aldri, en telur sig samt þess umkomna að segja blaðamönnum hvernig þeir eigi að vinna vinnuna sína með birtingu álitsgerða um efni fjölmiðla og vinnubrögð blaðamanna. Engir blaðamenn vinna þar þó og nánast engin reynsla af blaðamennsku er þar innan dyra. Allt eru þetta vissulega velmeinandi og vel gerðir einstaklingar, en aðalatriðið er að þeir eru hluti af stjórnvaldi og hafa sem slíkir tekið sér það vald að úrskurða hvað sé gjaldgeng blaðamennska og hvað ekki. Sannarlega er það ekki með vilja löggjafans að embættismenn á vegum stjórnvalda hafi tekið sér þetta vald, að mínu mati, heldur er þessi framgangsmáti réttlætur með langsóttum lagatúlkunum. Hitt er dagljóst að á meðan svona er málum háttað getur Fjölmiðlanefnd aldrei haft hlutverk í að úthluta fé til fjölmiðla verði tillögur menntamálaráðherra í þeim efnum að veruleika, sem vonir standa til um. Þeir sem hafa tekið sér það hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlum, blaðamönnum og efnistökum þeirra, geta, að mínu viti, ekki úthlutað fjármunum til þeirra, að óbreyttum lögum, standist lagatúlkun Fjölmiðlanefndar. Hvaða augum yrði slíkt fyrirkomulag litið hér á landi ef það væri sett upp í Póllandi eða Ungverjalandi? Í lýðfrjálsum ríkjum eru það einungsis dómstólar sem hafa hlutverki að gegna við að setja tjáningarfrelsinu mörk. Blaðamannafélagið hefur svo staðið sig ágætlega í sjálfseftirliti með starfrækslu siðanefndar í meira en hálfa öld, en til hennar getur almenningur leitað telji hann á sér brotið í fjölmiðlaumfjöllun eða að blaðamenn hafi brotið siðareglur stéttarinnar.
Það er svo mikið gleðiefni að nú skuli lokst hilla undir að tillögur komi fram á Alþingi um stuðning við upplýsingakerfið í landinu og menntamálaráðherra á heiður skilinn fyrir að hafa sett það mál á oddinn. Miklu skiptir að þau viðmið sem stuðst er við séu hlutlæg og komi að gagni með beinum hætti og ekki sé eytt fjármunum í óþarfa umbúnað. Beinast liggur við að endurgreiða fjölmiðlafyrirtækjum þá skatta sem á þá eru lagðir og stofnun öflugs rannsóknasjóðs um samfélagsmálefni sem fjölmiðlar og einstaklingar þeim tengdir geta sótt til. Miklu skiptir að vel takist til að tryggja hlutlausa og gagnrýna umfjöllun í landinu.
Blaðamennska er sannarlega skemmtilegt starf og forréttindi að hafa fengið að gegna því í áratugi. Starfið er fyrst og fremst áhugadrifið, en áhuginn einn og sér dugir ekki endalaust! Háskólamenntaður blaðamaður með eins árs starfsreynslu er með 400.873 kr. í laun á mánuði frá 1. maí 2018 og 15% vantar upp á að laun blaðamanna hafi haldið í við almenna launaþróun í landinu. Þess vegna erum við blaðamenn í fyrsta skipti í rúm 40 ár að undirbúa aðgerðir til framgangs kröfum okkar, illu heilli. Það er hluti af því að bæta upplýsingakerfið í landinu, því til frambúðar verður ekki hægt að búa við þau kjör sem blaðamönnum eru boðin.
Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar