Viðræður á frumsamningsferli í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja Diljá Helgadóttir skrifar 17. október 2019 16:45 Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Helgadóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar