Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 17:30 Leikmenn Liverpool fagna marki Lallana í dag. vísir/getty Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Marcus Rashford hafði komið heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn höfðu Liverpool menn unnið alla átta leiki sína í deildinni á meðan Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar og var í neðri hluta töflunnar. Ole Gunnar Solskjær kom nokkuð á óvart með liðsvali sínu en hann byrjaði með fimm manna varnarlínu. Heimamenn í Manchester urðu þó fyrir áfalli í upphitun þegar Axel Tuanzebe meiddist og Marcos Rojo kom inn í byrjunarliðið, það reyndist afdrifarík ákvörðun. Þá voru bæði Alisson og David De Gea á sitthvorum enda vallarins en sá brasilíski hefur ekkert spilað undanfarnar vikur vegna meiðsla og De Gea fór meiddur af velli í leik Spánar og Svíþjóðar í vikunni. Leikurinn fór rólega af stað og var ekki beint einhver flugeldasýning. Heimamenn í United lágu til baka og freistuði þess að nýta hraða Daniel James og Marcus Rashford í skyndisóknum á meðan Liverpool var meira með boltann. Leikplan United gekk upp á 36. mínútu þegar United vann boltann og sótti hratt. James fékk sendingu upp í horn, hann átti stórkostlega fyrirgjöf á Rashford sem hafði tekið gott hlaup og hann skoraði framhjá Alisson í marki Liverpool. Staðan orðin 1-0 Manchester Unitd í vil og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Leikmenn Liverpool vildu fá dæmda aukaspyrnu í aðdraganda marksins en þar sem ekki var um augljós mistök að ræða hjá Martin Atkinson þá stóð markið. Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Sadio Mané metin en markið var réttilega dæmt af þar sem Senegalinn handlék knöttinn áður en hann skoraði. Að því sögðu leit Victor Lindelöf, miðvörður Man United, vægast sagt skelfilega út í markinu. Staðan því enn 1-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik lögðust leikmenn United í skotgrafirnar á meðan Liverpool sótti án afláts. Það virtist þó sem heimamenn ætluðu að halda út allt þangað til Adam Lallana skaut upp kollinum á 85. mínútu og jafnaði metin eftir sendingu Andy Robertson. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.Nine down, unbeaten #PL record intact. 29 matches to go, they couldn't... could they?#MUNLIV | @LFCpic.twitter.com/DsVFXvgijY — Premier League (@premierleague) October 20, 2019 Enski boltinn
Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Marcus Rashford hafði komið heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn höfðu Liverpool menn unnið alla átta leiki sína í deildinni á meðan Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar og var í neðri hluta töflunnar. Ole Gunnar Solskjær kom nokkuð á óvart með liðsvali sínu en hann byrjaði með fimm manna varnarlínu. Heimamenn í Manchester urðu þó fyrir áfalli í upphitun þegar Axel Tuanzebe meiddist og Marcos Rojo kom inn í byrjunarliðið, það reyndist afdrifarík ákvörðun. Þá voru bæði Alisson og David De Gea á sitthvorum enda vallarins en sá brasilíski hefur ekkert spilað undanfarnar vikur vegna meiðsla og De Gea fór meiddur af velli í leik Spánar og Svíþjóðar í vikunni. Leikurinn fór rólega af stað og var ekki beint einhver flugeldasýning. Heimamenn í United lágu til baka og freistuði þess að nýta hraða Daniel James og Marcus Rashford í skyndisóknum á meðan Liverpool var meira með boltann. Leikplan United gekk upp á 36. mínútu þegar United vann boltann og sótti hratt. James fékk sendingu upp í horn, hann átti stórkostlega fyrirgjöf á Rashford sem hafði tekið gott hlaup og hann skoraði framhjá Alisson í marki Liverpool. Staðan orðin 1-0 Manchester Unitd í vil og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Leikmenn Liverpool vildu fá dæmda aukaspyrnu í aðdraganda marksins en þar sem ekki var um augljós mistök að ræða hjá Martin Atkinson þá stóð markið. Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Sadio Mané metin en markið var réttilega dæmt af þar sem Senegalinn handlék knöttinn áður en hann skoraði. Að því sögðu leit Victor Lindelöf, miðvörður Man United, vægast sagt skelfilega út í markinu. Staðan því enn 1-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik lögðust leikmenn United í skotgrafirnar á meðan Liverpool sótti án afláts. Það virtist þó sem heimamenn ætluðu að halda út allt þangað til Adam Lallana skaut upp kollinum á 85. mínútu og jafnaði metin eftir sendingu Andy Robertson. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.Nine down, unbeaten #PL record intact. 29 matches to go, they couldn't... could they?#MUNLIV | @LFCpic.twitter.com/DsVFXvgijY — Premier League (@premierleague) October 20, 2019
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti