Möguleiki á verðstríði um rafmagn til heimila Ari Brynjólfsson skrifar 19. október 2019 07:30 Meðalheimili á Íslandi notar á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir af rafmagni á ári. Fréttablaðið/Ernir Ef þúsundir heimila skipta yfir í ódýrasta kostinn í raforkusölu er möguleiki að koma af stað verðstríði milli raforkusala, óvíst er hins vegar um hversu mikið svigrúm er til að lækka rafmagnsverð heimilanna. „Það er vissulega ekki mikið upp úr því að hafa að skipta um raforkusala, eins og staðan er í dag þá erum við að tala um nokkur þúsund krónur á ári fyrir meðalheimili,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Aðspurður hvort það geti breyst ef þúsundir heimila ákveði að skipta yfir í ódýrasta kostinn segir hann svo vera. „Klárlega. En í dag eru þetta rosalega lítil útgjöld hjá heimilum, hvatinn því lítill til að skipta.“Sigurður Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“Átta raforkusalar starfa hér á landi. Á vef Aurbjargar, sem notar gögn Orkuseturs, má finna verðsamanburð á kílóvattstund. Verðið er lægst hjá Íslenskri orkumiðlun. Aðeins nokkrum aurum munar þó á þeim og Orku heimilanna og Orkubúi Vestfjarða. Orka náttúrunnar og HS Orka eru dýrust með kílóvattstundina yfir 8 krónum með virðisaukaskatti. Meðalnotkun heimila er á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir á ári. Sem dæmi þá getur heimili sem kaupir 4.500 kílóvattstundir á ári af HS Orku sparað um 4 þúsund krónur með því að skipta yfir í Íslenska orkumiðlun. Úr 80 þúsund krónum niður í 76 þúsund krónur. Í reglugerðardrögum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem birt eru í samráðsgátt stjórnvalda er lögð áhersla á að tryggja rétt neytenda á hverjum tíma til að velja sér raforkusala og auðvelda fólki að skipta um raforkusala. Fram kom í skýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir ráðuneytið í vor að lítil samkeppni sé í raforkusölu til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Til dæmis hafi aðeins 370 heimili af 140 þúsund skipt um raforkusala árið 2017. Í dag eru flest heimili með þann raforkusala sem þau voru með áður en það var frjálst að skipta. Rafmagnskostnaður heimilis skiptist í tvennt, annars vegar dreifingu sem ekkert er hægt að breyta og sölu sem hægt er að skipta um kostnaðarlaust. Í dag er mjög auðvelt að skipta um raforkusala, hjá bæði Íslenskri orkumiðlun og Orkubúi Vestfjarða er hægt að gera það í gegnum einfalda umsókn á netinu. Sigurður segir þó óvíst hversu mikið verðið geti lækkað ef neytendur fara að elta ódýrasta kostinn. „Við vitum ekki hvort hægt er að lækka lægsta verðið, það er eðli vörunnar að verðin séu mjög þétt,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi bensínverð. Raforkusalar þurfa litla yfirbyggingu, í raun þarf ekki að gera neitt nema semja við raforkuframleiðendur, þar sem Landsvirkjun er langstærst, og fara svo að selja rafmagn í smásölu. Sigurður segir engan mun á þjónustu eftir því við hvern er skipt. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Ef þúsundir heimila skipta yfir í ódýrasta kostinn í raforkusölu er möguleiki að koma af stað verðstríði milli raforkusala, óvíst er hins vegar um hversu mikið svigrúm er til að lækka rafmagnsverð heimilanna. „Það er vissulega ekki mikið upp úr því að hafa að skipta um raforkusala, eins og staðan er í dag þá erum við að tala um nokkur þúsund krónur á ári fyrir meðalheimili,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Aðspurður hvort það geti breyst ef þúsundir heimila ákveði að skipta yfir í ódýrasta kostinn segir hann svo vera. „Klárlega. En í dag eru þetta rosalega lítil útgjöld hjá heimilum, hvatinn því lítill til að skipta.“Sigurður Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“Átta raforkusalar starfa hér á landi. Á vef Aurbjargar, sem notar gögn Orkuseturs, má finna verðsamanburð á kílóvattstund. Verðið er lægst hjá Íslenskri orkumiðlun. Aðeins nokkrum aurum munar þó á þeim og Orku heimilanna og Orkubúi Vestfjarða. Orka náttúrunnar og HS Orka eru dýrust með kílóvattstundina yfir 8 krónum með virðisaukaskatti. Meðalnotkun heimila er á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir á ári. Sem dæmi þá getur heimili sem kaupir 4.500 kílóvattstundir á ári af HS Orku sparað um 4 þúsund krónur með því að skipta yfir í Íslenska orkumiðlun. Úr 80 þúsund krónum niður í 76 þúsund krónur. Í reglugerðardrögum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem birt eru í samráðsgátt stjórnvalda er lögð áhersla á að tryggja rétt neytenda á hverjum tíma til að velja sér raforkusala og auðvelda fólki að skipta um raforkusala. Fram kom í skýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir ráðuneytið í vor að lítil samkeppni sé í raforkusölu til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Til dæmis hafi aðeins 370 heimili af 140 þúsund skipt um raforkusala árið 2017. Í dag eru flest heimili með þann raforkusala sem þau voru með áður en það var frjálst að skipta. Rafmagnskostnaður heimilis skiptist í tvennt, annars vegar dreifingu sem ekkert er hægt að breyta og sölu sem hægt er að skipta um kostnaðarlaust. Í dag er mjög auðvelt að skipta um raforkusala, hjá bæði Íslenskri orkumiðlun og Orkubúi Vestfjarða er hægt að gera það í gegnum einfalda umsókn á netinu. Sigurður segir þó óvíst hversu mikið verðið geti lækkað ef neytendur fara að elta ódýrasta kostinn. „Við vitum ekki hvort hægt er að lækka lægsta verðið, það er eðli vörunnar að verðin séu mjög þétt,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi bensínverð. Raforkusalar þurfa litla yfirbyggingu, í raun þarf ekki að gera neitt nema semja við raforkuframleiðendur, þar sem Landsvirkjun er langstærst, og fara svo að selja rafmagn í smásölu. Sigurður segir engan mun á þjónustu eftir því við hvern er skipt. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira