Amma Kolbeinn Marteinsson skrifar 3. október 2019 07:30 Einhver mesta gæfa mín í lífinu var amma mín Þóra Helgadóttir. Við mynduðum strax einkar náið og sterkt samband enda bjó ég í kjallaranum hjá henni ásamt móður minni fyrstu ár ævinnar. Við sambúð í slíku návígi skapast sterk tengsl, gagnkvæm ást og virðing sem helst ævina á enda og auðgar lífið. Amma var ankerið í lífi mínu sem alltaf var til í að sjá mína hlið og tala máli mínu jafnvel þó ég hefði hagað mér illa. Hún var líka skemmtileg, falleg og lífsglöð kona sem gerði allt með bravúr hvort sem það voru matarboð, ferðalög eða samverustundir með fjölskyldunni. Eitt sinn var ég nærri búinn að drekkja henni þegar hún ákvað að synda með mig á bakinu, ósyndan fimm ára gamlan, yfir sundlaug Kópavogs. Þegar komið var í dýpri endann fylltist ég ofsahræðslu og tróð ömmu á bólakaf. Ég sé enn ljóslifandi fyrir mér þegar sundlaugarvörðurinn sparkaði af sér klossunum og stakk sér til sunds fullklæddur og bjargaði okkur á þurrt. Síðar hló hún að þessu og sagði mig einu manneskjuna sem hefði næstum banað sér. Ég hef engan þekkt sem var jafn tilfinningalega tengdur íslenskri veðráttu og amma. Hún gat æmt og skræmt í rigningartíð og sudda en um leið og sólin braust fram var hún búin að dekka borð á stéttinni framan við húsið hlæjandi og glöð. Amma greindist með krabbamein 74 ára gömul. Hún tókst á við það eins og um tímabundin veikindi væri að ræða allt þar til hún lést sumarið 1996. Ég hugsa til hennar á hverjum degi en þannig lifum við áfram í hjörtum ástvina. Ég veit líka að hún hefði ekki tekið því illa að fá um sig einn bakþanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Einhver mesta gæfa mín í lífinu var amma mín Þóra Helgadóttir. Við mynduðum strax einkar náið og sterkt samband enda bjó ég í kjallaranum hjá henni ásamt móður minni fyrstu ár ævinnar. Við sambúð í slíku návígi skapast sterk tengsl, gagnkvæm ást og virðing sem helst ævina á enda og auðgar lífið. Amma var ankerið í lífi mínu sem alltaf var til í að sjá mína hlið og tala máli mínu jafnvel þó ég hefði hagað mér illa. Hún var líka skemmtileg, falleg og lífsglöð kona sem gerði allt með bravúr hvort sem það voru matarboð, ferðalög eða samverustundir með fjölskyldunni. Eitt sinn var ég nærri búinn að drekkja henni þegar hún ákvað að synda með mig á bakinu, ósyndan fimm ára gamlan, yfir sundlaug Kópavogs. Þegar komið var í dýpri endann fylltist ég ofsahræðslu og tróð ömmu á bólakaf. Ég sé enn ljóslifandi fyrir mér þegar sundlaugarvörðurinn sparkaði af sér klossunum og stakk sér til sunds fullklæddur og bjargaði okkur á þurrt. Síðar hló hún að þessu og sagði mig einu manneskjuna sem hefði næstum banað sér. Ég hef engan þekkt sem var jafn tilfinningalega tengdur íslenskri veðráttu og amma. Hún gat æmt og skræmt í rigningartíð og sudda en um leið og sólin braust fram var hún búin að dekka borð á stéttinni framan við húsið hlæjandi og glöð. Amma greindist með krabbamein 74 ára gömul. Hún tókst á við það eins og um tímabundin veikindi væri að ræða allt þar til hún lést sumarið 1996. Ég hugsa til hennar á hverjum degi en þannig lifum við áfram í hjörtum ástvina. Ég veit líka að hún hefði ekki tekið því illa að fá um sig einn bakþanka.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar