Fjölbreytt úrræði í þágu borgarbúa Geir Finnsson skrifar 3. október 2019 07:00 Umferðarmenning okkar hefur hingað til miðast við nánast óhjákvæmilega nauðsyn fyrir einkabílinn og er notkun hans orðin það mikil að hún teppir umferð, torveldar samgöngur og eykur mengun. Við stöndum því frammi fyrir brýnni nauðsyn þess að horfa til framtíðar og gera gagngerar úrbætur í samgöngumálum borgarbúa. Umræðan um almenningssamgöngur og umferð hjólandi og gangandi hefur litast of mikið af þeirri hugmynd að Reykjavík sé á einhvern hátt frábrugðin öðrum borgum og ekki sé hægt að leggja sömu áherslu á virka ferðamáta og annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt. Skipulagið sem hefur verið ráðandi síðustu áratugi tók mið af bílaumferð. Borgarbúum hefur því aðeins verið boðinn einn valkostur í samgöngum sem mætir ekki kröfum nútímasamfélags og þeirri frjálslyndu og víðsýnu borg sem Reykjavík er að öllu jöfnu. Það kom mér því skemmtilega á óvart að bæði ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefðu náð að landa samkomulagi sem tryggir okkur höfuðborgarsvæði með fjölbreyttum samgönguúrræðum. Það er alls ekki sjálfgefið. Skipulags- og samgöngumál taka tíma og eru almennt flóknari en flest. Það er því ekki að ástæðulausu að við höfum lagt svo mikla vinnu í að endurskipuleggja borgina og breyta henni, svo að borgarbúum standi til boða að velja úr samgöngumátum. Við verðum að vanda til verka, því þær ákvarðanir sem við tökum um samgöngumál hér og nú varða ekki síst framtíðarkynslóð borgarbúa. Ekki er boðlegt að afhenda ungu fólki bílaborgina sem við búum í núna. Við þurfum að gera umhverfisvænni kosti fýsilegri í stað þess að leggja áherslu á að götur Reykjavíkur rúmi fleiri bíla. Krafan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kemur líka fyrst og fremst frá ungu fólki og það á varla að koma neinum á óvart. Þegar ég sat minn fyrsta borgarstjórnarfund í vikunni ollu ummæli fulltrúa minnihlutans mér vonbrigðum. Þau virtu þessar kröfur að vettugi og töluðu frekar fyrir hagsmunum einkabílsins en fólksins. Það eru ekki fleiri bílastæði sem fá fólk á mínum aldri til að flytjast aftur heim frá útlöndum! Samgöngusáttmálinn er ekki fullkominn. Mín vegna hefði mátt gera enn betur í þágu almenningssamgangna og umhverfismála. Borgaryfirvöld geta í það minnsta fagnað þessu samkomulagi þar sem það býður okkur raunverulegt tækifæri til að efla umhverfisvæna samgöngumáta, ekki síst þar sem um helmingur fyrirhugaðra fjárfestinga fer í grænar samgönguúrbætur. Það er framsýni að sjá fyrir okkur borg sem býður upp á fleiri en eitt raunhæft úrræði í samgöngum. Það er framsýni að taka þannig risastórt og djarft skref í átt að betri borg.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geir Finnsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Umferðarmenning okkar hefur hingað til miðast við nánast óhjákvæmilega nauðsyn fyrir einkabílinn og er notkun hans orðin það mikil að hún teppir umferð, torveldar samgöngur og eykur mengun. Við stöndum því frammi fyrir brýnni nauðsyn þess að horfa til framtíðar og gera gagngerar úrbætur í samgöngumálum borgarbúa. Umræðan um almenningssamgöngur og umferð hjólandi og gangandi hefur litast of mikið af þeirri hugmynd að Reykjavík sé á einhvern hátt frábrugðin öðrum borgum og ekki sé hægt að leggja sömu áherslu á virka ferðamáta og annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt. Skipulagið sem hefur verið ráðandi síðustu áratugi tók mið af bílaumferð. Borgarbúum hefur því aðeins verið boðinn einn valkostur í samgöngum sem mætir ekki kröfum nútímasamfélags og þeirri frjálslyndu og víðsýnu borg sem Reykjavík er að öllu jöfnu. Það kom mér því skemmtilega á óvart að bæði ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefðu náð að landa samkomulagi sem tryggir okkur höfuðborgarsvæði með fjölbreyttum samgönguúrræðum. Það er alls ekki sjálfgefið. Skipulags- og samgöngumál taka tíma og eru almennt flóknari en flest. Það er því ekki að ástæðulausu að við höfum lagt svo mikla vinnu í að endurskipuleggja borgina og breyta henni, svo að borgarbúum standi til boða að velja úr samgöngumátum. Við verðum að vanda til verka, því þær ákvarðanir sem við tökum um samgöngumál hér og nú varða ekki síst framtíðarkynslóð borgarbúa. Ekki er boðlegt að afhenda ungu fólki bílaborgina sem við búum í núna. Við þurfum að gera umhverfisvænni kosti fýsilegri í stað þess að leggja áherslu á að götur Reykjavíkur rúmi fleiri bíla. Krafan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kemur líka fyrst og fremst frá ungu fólki og það á varla að koma neinum á óvart. Þegar ég sat minn fyrsta borgarstjórnarfund í vikunni ollu ummæli fulltrúa minnihlutans mér vonbrigðum. Þau virtu þessar kröfur að vettugi og töluðu frekar fyrir hagsmunum einkabílsins en fólksins. Það eru ekki fleiri bílastæði sem fá fólk á mínum aldri til að flytjast aftur heim frá útlöndum! Samgöngusáttmálinn er ekki fullkominn. Mín vegna hefði mátt gera enn betur í þágu almenningssamgangna og umhverfismála. Borgaryfirvöld geta í það minnsta fagnað þessu samkomulagi þar sem það býður okkur raunverulegt tækifæri til að efla umhverfisvæna samgöngumáta, ekki síst þar sem um helmingur fyrirhugaðra fjárfestinga fer í grænar samgönguúrbætur. Það er framsýni að sjá fyrir okkur borg sem býður upp á fleiri en eitt raunhæft úrræði í samgöngum. Það er framsýni að taka þannig risastórt og djarft skref í átt að betri borg.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun