Falstrú Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 4. október 2019 07:45 Efasemdamaðurinn Ebbi gengur hröðum skrefum eftir Aðalstræti og rykið þyrlast upp í loftið kringum hann. Konur með innkaupapoka horfa á eftir fallega manninum með fína hattinn. Þær hugsa: „En hve myndarlegur sá maður er, sem er með áfangastað í huga.“ Fyrir neðan skilti Fjallkonunnar, tímarits dagsins í dag og dagsins á morgun, situr heldri maður með olíulukt í fanginu. Það er Skúli úrsmiður sem reynir að selja mönnum og börnum svokölluð rafmagnsúr og bjöllur. Hvílík della, hugsar efasemdamaðurinn. Ebbi hefur engan tíma að missa og ber enga kveðju með sér, nei, hann gengur beinustu leið að dyrum, skellir á eftir sér, skellir niður hattinum á borðið og æpir á ritstjórann: „Ég er æpandi reiður og vil fá að tjá mig!“ „Já,“ svarar ritstjórinn og tæmir pípuna sína í tóbakstunnuna. „Um hvað snýst málið?“ „Eyðslusemi og falstrú borgarbúa,“ hnussar Ebbi. „Hvers kyns eyðslusemi og falstrú fær þig til að skella hér hurðum, móður og másandi?“ spyr ritstjórinn og fyllir á pípuna. „Eyðslusemin að lýsa upp stofur, anddyri og eldhús tífalt meira en vani hefur verið. Ljós! Ofbirta slík að ómögulegt er að lesa og skrifa. Jafnvel konur eru farnar að lýsa eldhús sín meira en danssalir forðum voru lýstir! Ég vil borða heima hjá mér en ekki í Breiðfjörðsleikhúsi!“ „Iss!“ svarar ritstjórinn. „Veistu ekki að framtíðin spillir ei?“ „O, jú víst,“ hugsar efasemdamaðurinn og kveður skrifstofu Fjallkonunnar. Efasemdamaðurinn veit vel að framtíðin mun spilla fyrir öllum og hvers vegna er henni hampað? Hvað hefur framtíðin gert fyrir hann! Ekkert! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Efasemdamaðurinn Ebbi gengur hröðum skrefum eftir Aðalstræti og rykið þyrlast upp í loftið kringum hann. Konur með innkaupapoka horfa á eftir fallega manninum með fína hattinn. Þær hugsa: „En hve myndarlegur sá maður er, sem er með áfangastað í huga.“ Fyrir neðan skilti Fjallkonunnar, tímarits dagsins í dag og dagsins á morgun, situr heldri maður með olíulukt í fanginu. Það er Skúli úrsmiður sem reynir að selja mönnum og börnum svokölluð rafmagnsúr og bjöllur. Hvílík della, hugsar efasemdamaðurinn. Ebbi hefur engan tíma að missa og ber enga kveðju með sér, nei, hann gengur beinustu leið að dyrum, skellir á eftir sér, skellir niður hattinum á borðið og æpir á ritstjórann: „Ég er æpandi reiður og vil fá að tjá mig!“ „Já,“ svarar ritstjórinn og tæmir pípuna sína í tóbakstunnuna. „Um hvað snýst málið?“ „Eyðslusemi og falstrú borgarbúa,“ hnussar Ebbi. „Hvers kyns eyðslusemi og falstrú fær þig til að skella hér hurðum, móður og másandi?“ spyr ritstjórinn og fyllir á pípuna. „Eyðslusemin að lýsa upp stofur, anddyri og eldhús tífalt meira en vani hefur verið. Ljós! Ofbirta slík að ómögulegt er að lesa og skrifa. Jafnvel konur eru farnar að lýsa eldhús sín meira en danssalir forðum voru lýstir! Ég vil borða heima hjá mér en ekki í Breiðfjörðsleikhúsi!“ „Iss!“ svarar ritstjórinn. „Veistu ekki að framtíðin spillir ei?“ „O, jú víst,“ hugsar efasemdamaðurinn og kveður skrifstofu Fjallkonunnar. Efasemdamaðurinn veit vel að framtíðin mun spilla fyrir öllum og hvers vegna er henni hampað? Hvað hefur framtíðin gert fyrir hann! Ekkert!
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar