Fótbolti

Jón Þór: Dagný nefbrotnaði og spilar með grímu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Þór í viðtalinu við vef KSÍ.
Jón Þór í viðtalinu við vef KSÍ. vísir/skjáskot
Íslenska kvennalandsliðið mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Frakklandi í dag en flautað verður til leiks klukkan 19.00.

Ísland er með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni fyrir EM 2021 og liðið mætir svo Lettum ytra á þriðjudaginn.

Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, segir í samtali við heimasíðu KSÍ að hann muni hreyfa vel við liðinu í kvöld svo að liðið verði í góðu standi gegn leiknum mikilvæga á þriðjudag.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig og okkur en það sem skiptir meira máli er að leikurinn leggst mjög vel í leikmenn og hópinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór.

„Það er mikil tilhlökkun að spila á móti frábæru liði og fyrir okkur að máta okkur gegn svona öflugu liði. Að halda okkar takti og við höfum ekki breytt miklu svo það verður gaman að máta það.“

„Við erum með öflugan hóp hérna og munum gera breytingar á milli leikja. Það hefur sýnt sig á þessu ári að þeir leikmenn sem koma inn eru klárir í slaginn og við munum gera miklar breytingar í leiknum á morgun.“





„Við förum strax eftir leik til Lettlands svo við þurfum að hlúa vel að leikmönnunum og hafa þá sem ferkasta á þriðjudaginn. Það er þriðji leikurinn í riðlinum og við ætlum að vera með fullt hús eftir þá þrjá leiki. Það er síðasti leikur okkar á árinu og við viljum klára gott landsliðsár á þriðjudaginn.“

„Það er góð staða á hópnum. Dagný nefbrotnaði í leik með Portland um helgina svo hún hefur verið að spila með grímu. Það er eina sem er að angra okkur. Aðrir eru heilir og ferskir. Það hefur gengið mjög vel hérna úti og leikmenn eru klárir,“ sagði Jón Þór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×