Einfaldar kenningar Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar