Ginger Baker látinn Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 11:38 Baker á tónleikum árið 2016. Vísir/Getty Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn 80 ára að aldri. Í færslu á Facebook-síðu hans kemur fram að hann hafi látist á „friðsælan hátt“ í morgun eftir alvarleg veikindi. Peter Edward „Ginger“ Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton. Allir sáu þeir um sönginn. Sveitin var stofnuð árið 1966 en áður höfðu þeir allir verið í vinsælum hljómsveitum. Þriðja plata sveitarinnar, Wheels of Fire, sem kom út árið 1968, var fyrsta tvöfalda platan sem náði platínusölu á heimsvísu. Sama ár og hljómsveitin gaf út Wheels of Fire hætti hún störfum og gaf í kjölfarið út sína síðustu plötu árið 1969. Sveitin kom svo stuttlega saman aftur árið 2005 sem endaði með ósköpum þegar Baker og Bruce lentu í útistöðum á miðjum tónleikum í New York. Baker hafði búið víða um heim, þar á meðal á Ítalíu, Bandaríkjunum, Nígeríu og Suður-Afríku. Árið 2008 var hann búsettur í Suður-Afríku og var svikinn af bankastarfsmanni sem hann hafði ráðið til starfa. Starfsmaðurinn hafði af honum hátt í fimm milljónir íslenskra króna. Þá hafði hann glímt við ýmis veikindi undanfarin ár. Í viðtali árið 2009 sagði Baker þjáningarnar vera hefnd guðs fyrir skapvonsku og ódæði fortíðarinnar og almættið ætlaði að halda honum á lífi með „eins mikinn sársauka og hann gæti“. „Ég var einu sinni illkvittinn. Ég eyðilagði upptökur vísvitandi með skapi mínu og reiddist við minnsta tilefni,“ sagði Baker í viðtali árið 1970. Andlát Bretland Tónlist Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Sjá meira
Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn 80 ára að aldri. Í færslu á Facebook-síðu hans kemur fram að hann hafi látist á „friðsælan hátt“ í morgun eftir alvarleg veikindi. Peter Edward „Ginger“ Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton. Allir sáu þeir um sönginn. Sveitin var stofnuð árið 1966 en áður höfðu þeir allir verið í vinsælum hljómsveitum. Þriðja plata sveitarinnar, Wheels of Fire, sem kom út árið 1968, var fyrsta tvöfalda platan sem náði platínusölu á heimsvísu. Sama ár og hljómsveitin gaf út Wheels of Fire hætti hún störfum og gaf í kjölfarið út sína síðustu plötu árið 1969. Sveitin kom svo stuttlega saman aftur árið 2005 sem endaði með ósköpum þegar Baker og Bruce lentu í útistöðum á miðjum tónleikum í New York. Baker hafði búið víða um heim, þar á meðal á Ítalíu, Bandaríkjunum, Nígeríu og Suður-Afríku. Árið 2008 var hann búsettur í Suður-Afríku og var svikinn af bankastarfsmanni sem hann hafði ráðið til starfa. Starfsmaðurinn hafði af honum hátt í fimm milljónir íslenskra króna. Þá hafði hann glímt við ýmis veikindi undanfarin ár. Í viðtali árið 2009 sagði Baker þjáningarnar vera hefnd guðs fyrir skapvonsku og ódæði fortíðarinnar og almættið ætlaði að halda honum á lífi með „eins mikinn sársauka og hann gæti“. „Ég var einu sinni illkvittinn. Ég eyðilagði upptökur vísvitandi með skapi mínu og reiddist við minnsta tilefni,“ sagði Baker í viðtali árið 1970.
Andlát Bretland Tónlist Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Sjá meira