Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 10:43 Johnson og Merkel með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, á milli sín á G7-fundi fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning. Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning.
Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15
Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05
Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12
Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45