Allir vinna! Sandra B. Franks skrifar 8. október 2019 11:10 Sjúkraliðar eru ómissandi hlekkur í keðju heilbrigðiskerfisins. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt en reynir líka á og getur verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft á tíðum erfiðar og getur álagið því orðið meira en gott þykir. Þá eru dæmi um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum ekki til boða að vinna meira en 80% hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að 100% starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er ekki síst vegna þessara þátta sem við stöndum frammi fyrir skorti á sjúkraliðum og að nýliðun inn í fagið gengur of hægt. Skorturinn veldur auknu álagi á þá sem starfa í faginu, kulnun hefur farið vaxandi og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Þessi staða hefur legið lengi fyrir og kemur engum sem til þekkir á óvart. Í kjaraviðræðum Sjúkraliðafélags Íslands, sem samninganefnd BSRB leiðir, er stytting vinnuvikunnar ein meginkrafan, enda eru afleiðingar af miklu vinnuálagi vel þekktar og geta verið óafturkræfar. Stytting vinnuvikunnar hefur um árabil verið eitt mikilvægasta baráttumál sjúkraliða og allflestir sem hafa kynnt sér málið átta sig á mikilvægi hennar. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma fyrir sjúkraliða snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að þeim sé gert kleift að vinna 100% starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og heilsufari sínu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir víða um land, hafa stytt vinnuvikuna eða eru að gera tilraunir með styttri vinnuviku með mjög góðum árangri. Flest bendir til þess að áhrifin séu afar jákvæð og hafa mælingar sýnt fram á marktækt betri líðan starfsmanna, aukna starfsánægju, minni veikindi og aukna framlegð. Fyrir launagreiðendur þýðir því stytting vinnuvikunnar ánægðara starfsfólk, meiri framleiðni, aukna hollustu í starfi og minni starfsmannavelta. Ávinningurinn af styttri vinnuviku er því einfaldlega sá að allir vinna. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða?Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar eru ómissandi hlekkur í keðju heilbrigðiskerfisins. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt en reynir líka á og getur verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft á tíðum erfiðar og getur álagið því orðið meira en gott þykir. Þá eru dæmi um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum ekki til boða að vinna meira en 80% hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að 100% starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er ekki síst vegna þessara þátta sem við stöndum frammi fyrir skorti á sjúkraliðum og að nýliðun inn í fagið gengur of hægt. Skorturinn veldur auknu álagi á þá sem starfa í faginu, kulnun hefur farið vaxandi og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Þessi staða hefur legið lengi fyrir og kemur engum sem til þekkir á óvart. Í kjaraviðræðum Sjúkraliðafélags Íslands, sem samninganefnd BSRB leiðir, er stytting vinnuvikunnar ein meginkrafan, enda eru afleiðingar af miklu vinnuálagi vel þekktar og geta verið óafturkræfar. Stytting vinnuvikunnar hefur um árabil verið eitt mikilvægasta baráttumál sjúkraliða og allflestir sem hafa kynnt sér málið átta sig á mikilvægi hennar. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma fyrir sjúkraliða snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að þeim sé gert kleift að vinna 100% starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og heilsufari sínu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir víða um land, hafa stytt vinnuvikuna eða eru að gera tilraunir með styttri vinnuviku með mjög góðum árangri. Flest bendir til þess að áhrifin séu afar jákvæð og hafa mælingar sýnt fram á marktækt betri líðan starfsmanna, aukna starfsánægju, minni veikindi og aukna framlegð. Fyrir launagreiðendur þýðir því stytting vinnuvikunnar ánægðara starfsfólk, meiri framleiðni, aukna hollustu í starfi og minni starfsmannavelta. Ávinningurinn af styttri vinnuviku er því einfaldlega sá að allir vinna. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða?Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun