Snarpur samdráttur í útlánum bankanna verulegt áhyggjuefni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 9. október 2019 08:15 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Stjórnvöld geta spornað gegn niðursveiflunni með því að lækka skatta hraðar en áform eru um. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, sem mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Þar var rætt um ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun í efnahagsmálum. Hrein ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja á fyrstu átta mánuðum ársins drógust saman um 90 milljarða milli ára, eða um 52 prósent. „Það er verulegt áhyggjuefni að sjá svona snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er meginskýringin á bakvið þessar tölur þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Niðurstaðan getur því orðið enn dýpri niðursveifla en kannski ástæða er til,“ segir Ásdís í samtali við Markaðinn. „Aðlögunin að þessu sinni er í auknum mæli að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn. Ólíkt flestum þeim niðursveiflum sem við höfum áður upplifað er aðlögunin ekki að koma fram með gengisveikingu krónunnar og aukinni verðbólgu heldur fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.“ Ásdís segir að þegar kemur að stjórnvöldum geti þau brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki hraðar en áform eru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021. „Það er að hægja verulega á útlánavextinum, sem kannski að hluta má rekja til minni efnahagsumsvifa en einnig til annarra þátta. Það er talsverð áskorun að reka banka í því rekstrarumhverfi sem við blasir. Talsverðar kröfur eru gerðar um eigið fé. Lausafjárreglur hafa verið hertar og þessu til viðbótar eru auk hinna almennu skatta sem fyrirtæki í landinu greiða þá eru bankarnir að greiða bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Áformum stjórnvalda um að lækka bankaskattinn frá og með árinu 2021 ber að fagna en þau áform bæta ekki stöðuna í dag. Stjórnvöld ættu að huga að því hvernig unnt er að lækka bankaskattinn hraðar og meira,“ segir Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Stjórnvöld geta spornað gegn niðursveiflunni með því að lækka skatta hraðar en áform eru um. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, sem mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Þar var rætt um ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun í efnahagsmálum. Hrein ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja á fyrstu átta mánuðum ársins drógust saman um 90 milljarða milli ára, eða um 52 prósent. „Það er verulegt áhyggjuefni að sjá svona snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er meginskýringin á bakvið þessar tölur þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Niðurstaðan getur því orðið enn dýpri niðursveifla en kannski ástæða er til,“ segir Ásdís í samtali við Markaðinn. „Aðlögunin að þessu sinni er í auknum mæli að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn. Ólíkt flestum þeim niðursveiflum sem við höfum áður upplifað er aðlögunin ekki að koma fram með gengisveikingu krónunnar og aukinni verðbólgu heldur fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.“ Ásdís segir að þegar kemur að stjórnvöldum geti þau brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki hraðar en áform eru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021. „Það er að hægja verulega á útlánavextinum, sem kannski að hluta má rekja til minni efnahagsumsvifa en einnig til annarra þátta. Það er talsverð áskorun að reka banka í því rekstrarumhverfi sem við blasir. Talsverðar kröfur eru gerðar um eigið fé. Lausafjárreglur hafa verið hertar og þessu til viðbótar eru auk hinna almennu skatta sem fyrirtæki í landinu greiða þá eru bankarnir að greiða bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Áformum stjórnvalda um að lækka bankaskattinn frá og með árinu 2021 ber að fagna en þau áform bæta ekki stöðuna í dag. Stjórnvöld ættu að huga að því hvernig unnt er að lækka bankaskattinn hraðar og meira,“ segir Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira