Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 17:01 Magnús Ólason, sem er sjötugur, fékk óvænta uppsögn í gær þegar nokkrar vikur eru í að hann láti af störfum sökum aldurs eftir hátt í fjörutíu ár í starfi. Fréttablaðið/Valli Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15